Thursday, February 23, 2006

Minn bara nettur á ""blogginu" og svona. Rétt að stofna svona "blogg" í dag af því að á þessum sama degi, bara á öðru ári, reisti amríski herinn svo réttsýnn og rogginn fána á Brennisteinseyju . Ef þetta hefði ekki gerst hefði patriot kafli flestra amerískra kvikmynda orðið örlítið styttri þar sem Hollywoodmafían hefði þurft að láta sér nægja að sýna Abe í stólnum, hvíta húsið, Washingtonreðurinn og Harrison Ford. Engin kvikmynd væri þessvegna þess virði að sjá í dag.
Í dag var ég vinnunni minni. Ég vinn sko á Varberga vårdcentral í Örebro sem er miðja Svíþjóðar á sama hátt og rassinn á kalífanum í Bagdad er miðja alheimsins. Í Varberga (sem er sko hverfi í Örebro) býr alveg hellingur af innflytjendum sem eru frá Tyrklandi, Írak, Líbanon, Íran, Bosníu, Finnlandi og fleiri slíkum loserlöndum eins og Homer komst svo skemmtilega að orði í þættinum "The boy who knew too much". Það er bannað að tala illa um innflytjendur í Svíþjóð en vissulega eru mörg vandamál sprottin af griðarlegum fjölda slíkra, ofuráherslu á réttindi en engri á skyldur hérna í landinu aflanga. Það er t.d. alveg hætt að koma mér á óvart þegar ég fæ til mín sjúklinga sem koma með sínar kvartanir og vilja fá lækningu (helst eitthvað smyrsli) en vilja svo ekki láta skoða sig. Fékk t.d. í dag mann sem var með ´"pruritus ani", þ.e.a.s. hann var með kláða í rassgatinu, en vildi ekki láta skoða sig. Ekki það að mig hafi sérstaklega langað til þess að skoða á honum rassgatið en án þess var í raun það eina sem ég gat gert var að segja honum að klóra sér í rassgatinu.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Anonymous Anonymous said...

flott blogg mar!

23/2/06 22:40  
Blogger Magnús said...

Hei, flottir þessir "hlekkir" hjá þér mar! Og djöfull er Svíþjóð tittlingslaga land.

24/2/06 22:07  
Blogger Magnús said...

Villa - það er too much en ekki to much. Veit þú fílar þetta.

24/2/06 22:17  
Blogger Vallitralli said...

Takk Maggi, búinn að laga þetta.

24/2/06 22:41  
Anonymous Anonymous said...

Mig langar ekki til a� f� rasskl��a � fer�alagi um sv��j�� en m�r finnst �� samt flottur!!!!!
kn�s
Fr� skr� srk�

25/2/06 02:36  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home