Friday, February 24, 2006

Ég á heima í Svíþjóð!
Í dag tók ég strætó í vinnuna, það er hollast fyrir umhverfið. Í vinnunni var ákaflega "roligt och trevligt". Reyndar hafði ég í gríni sett miða sem á stóð "Skjalasafn" (þ.e.a.s. ARKIV) á stóra ruslatunnu. Enginnn skildi neitt í þessu og á endanum sagði ég einum gömlum ritara að þetta væri svona "grín" og þá fattaði hún þetta en hinir ekki. Svo var vinnan búin. Þá var haldið heim og svo ekið út fyrir bæinn til að versla í ódýrustu búðinni. Við keyptum Ekologiska mjólk, 8 mismunandi tegundir af pylsum (sem eru jólamatur í Svíþjóð), grænmeti, hrökkbrauð, kjötbollur (líka jólamatur) og gos, sem betur fer var enginn sem ég þekkti í búðinni því það er ákaflega otrevligt að kaupa sér gos. Svíar drekka ekki gos. Gos drepur lítil börn, slík er illska gossins. Svíarnir sem ég þekki eru líka alveg vissir um að gos hljóti að heita brus á íslensku eins og á norsku (hérna heitir það läsk, en läskigt þýðir hræðilegt, sem segir mikið um álit Svía á gosi). Þegar við vorum búin að tína í körfuna (borguðum 10 Kr fyrir körfuna) og við vorum búin að fara á klósettið (kostaði 5 Kr) fórum við í röðina. Þrír kassar af 15 voru opnir og 125m löng röð við hvern þeirra. Að sjálfsögðu völdum við röðina sem fór hægast. Þegar röðin kom að okkur gerðum við að sjálfsögðu eins og allir hinir sem á undan okkur voru. Þegar maður verslar í Svíþjóð er ákaflega mikilvægt að hreyfa sig hægt og taka rólega upp úr körfunni hvern hlut fyrir sig, aðeins einn hlut í einu, og passa sig á því að taka í röð það sem er eins eða svipað. Síðan kemur að aðal atriðinu, maður þarf að snúa strikamerkinu að lesaranum þannig að þetta gangi nú allt sem hraðast fyrir hina ákaflega vandvirku (og seinvirku) búðarkonu. Svo velur maður sér poka úr endurunnum pappír, skilar körfunni aftur á þartilgerðan stað (fær aftur 10Kr) og heldur heim. Við biðum, í fullri alvöru, 48 mínútur í röð ! Eftir þetta var maður orðinn frekar pirraður og langar til að girða niðrum sig á almannafæri. Það er hinsvegar, eins og svo margt annað litið hornauga hér í Svíþjóð, en eitthvað varð maður að gera. "Förum í sund". OK, það er góð hugmynd. Við fórum í sund. Risastór innisundlaug með 11 mismunandi rennibrautum og allskonar flottu, öldusundlaug og klifurvegg og konum sem labba um í karlaklefanum. Já!. Ég hef farið þangað nokkrum sinnum og í öll skiptin hafa verið konur sem hafa verið að skúra, skipta um klósettpappír eða hjálpa einhverjum sem er búinn að tína lyklinum að skápnum sínum. Það er skilti við inngang sundlaugarinnar þar sem stendur: "Athugið! hér vinna bæði kynin" en ég hef aldrei séð neinn karl vinna í karlaklefanum. Ég hef einu sinni séð karl vinna við að blása í flautu og benda hótandi á einhverja unglinga sem voru eitthvað að grína. "No having fun in the pool lads!". Þannig var niðrumsiggirðingaþörfinni fullnægt og hægt var að halda heim, borða lútfisk og fara að sofa kl 22.00.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Blogger brynjalilla said...

HÆ elskan, jú hjólreiðar eru líka mjög umhverfisvænar. En það var engin karl í mínum klefa....veit ekki hvort ég á að vera svekkt eða ekki. Allavega er niðurgirðingarþörf minni eftir röðreynslu dagsins ekki fullnægt!

24/2/06 21:30  
Blogger Vallitralli said...

Það er eitthvað fremur sorglegt við hjón sem hafa samskipti sín á milli á "blogg"síðum.

24/2/06 21:32  
Blogger Magnús said...

Þá sagði Jónas: "Hei, vilt þú ekki bara kaupa þér Ekologiska belju?"

24/2/06 22:08  
Blogger Magnús said...

Hérna... vil bara bæta því við að mér finnst "röðreynsla" mjög kynósa orð, sérstaklega í samhenginu. Ég verð bara alveg súmógraður þegar ég sé svona setningar.

24/2/06 22:10  
Blogger Magnús said...

Og alltaf gaman þegar vitnað er í sundlaugaspeki manns á ynthernethinu.

24/2/06 22:22  
Blogger Magnús said...

Hæ Brynja!

24/2/06 22:22  
Blogger brynjalilla said...

Já það er sorglegt, við getum kannski rætt þetta betur á msn
xxx

24/2/06 22:22  
Anonymous Anonymous said...

Ég þurfti bara verkjapillur eftir að hafa lesið þennan pistil. Í Þýskalandi var þetta einmitt andstæðan í búðum. Allir hentu matvörunum upp á færibandið eins og Hitler væri á eftir þeim í röð og svo var öllu hrúað aftur ofan í körfuna á methraða og ekki sett í poka fyrr en þú varst kominn út úr búðinni, sem sagt mjög stressandi fyrir lata íslendinga. Hér í US færðu einn poka undir hverja vöru...enda kanar frægir fyrir að vera mjög umhverfisvæn þjóð. Annars HATA ég á Íslandi að maður eigi að vita hversu marga poka þú þarft áður en þú hefur raðað í þá. Ég verð alltaf jafn pirruð þegar ég kem til ÍSL og fer í búð og búðardrengur vogar sér að segja "Hva magga poka"?
Jæja búin að pústa.

Kveðja, Fanney

p.s. Högni er búinn að flissa í 15 klst af blessaða fleskinu (eða pop-inu eins og Mid-West gengið kallar það).

26/2/06 15:11  
Blogger Vallitralli said...

flissa...OK ég skil það...en flissa af fleski ? Hver gerir svoleiðis, hvaða fleski? Kallað pop-ið í miðvesturríkjunum? Ég skil þetta bara ekki. En takk fyrir að reyna.

26/2/06 18:45  
Blogger Hogni Fridriksson said...

Fanney er ad meina "lask" en thessi pistill minnit mig mjog a aesku mina i Svithjod, alveg bradfyndid. En "lask" eda gos er kallas "pop" herna i Indiana.

26/2/06 19:40  
Blogger Magnús said...

Jújú, í minni sveit (Minnesota) var talað um að poppa sér leskidrykk. Og seiseijá.

26/2/06 20:37  
Anonymous Anonymous said...

Ég veit það heitir þessu líka rosalega gay nafni "lask" (með tveimur punktum yfir sem ég finn hvergi á þessu kana lyklaborði) en í mínum bókum mun þetta aldrei heita neitt annað en flesk hahahahahahahaha og mér er alveg sama þó að ég sé sú eina í öllum heiminum sem finnist það vera fyndið. Lengi lifi fleskið með poppinu.
Kveðja, Fanney

26/2/06 23:05  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home