Monday, February 27, 2006

Being John Malkovich


Mér er farið að líða eins og allir sem ég mæti úti á götu hér séu Sverrir Kiernan. Nýbúnir að flokka ruslið sitt á leiðinni að sækja hundinn sinn fyrir hundpromenad. Þetta vekur hjá mér ótta við að ég muni verða "samlagaður" (og þá meina ég ekki sænskt samlag) heldur svona Star-Trek dæmi. Sænska samfélagið sem hyllir og mærir meðalmennskuna í hásterrt hefur nefnilega sömu einkennisorð og "Borg" í Star Trek: "Vi är Sverige! Motstånd är ändamålslöst. Ni kommer att bli assimilerade!"

Reyndar er alltaf frekar þreytandi að lesa nöldur um hvað einhverjum gaur finnst allt vera vitlaust í landinu eða bænum þar sem hann býr: "Fyrst allt er svona ömó drullastu þá til að flytja...eða ekki". Ég er nú samt að hugsa um að halda því áfram því auga gests er glöggt eins og menn vita og kannski get ég þá kannski lesið þetta aftur eftir að Svíþjóð er búin að samlaga mig og hafa samlag með mér.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Anonymous Anonymous said...

Bolla Bolla Valur hinn sænski!!!!
he he nú skuldar þú mér bolludagsbollur
luv
Skrú skrú

27/2/06 17:12  
Blogger Magnús said...

Segðu mér að hundbidrag sé ennþá við lýði. Það má alveg vera lygi.

27/2/06 18:10  
Blogger Vallitralli said...

Að sjálfsögðu fá þeir sem eiga ekki börn hundbidrag sem er jafnhátt barnabótum. Einnig hægt að fá flerhundstilägg.
"Vi är Sverige! vi älskar hundar och vi älskar hundlekar"

27/2/06 18:39  
Blogger Magnús said...

Hefurðu nokkuð rekist á RappSvennaKúl?

27/2/06 20:07  
Anonymous Anonymous said...

hey ég sá RappSvennaKúl um daginn
hann er alveg jafn kúl !

27/2/06 20:54  
Anonymous Anonymous said...

.......humm.... kannski ég flytji bara til Svíþjóðar?????
voff voff
Fífí

28/2/06 00:00  
Anonymous Anonymous said...

Svíþjóð rokkar mjög feitt heyri ég.
Hættið síðan þessu andskotans bollutuði og farið frekar að hjóla.
Kveðja, Fanney sem nennti ekki að baka bollur.

1/3/06 04:18  
Anonymous Anonymous said...

Látið ekki Svíana Assimilata ykkur eins og Star Trek Borgarar heldur mæli ég með að kíkja á Finnska Trekkara sem hafa assimilatað sjálfan Star Trek og búið til sítt eigið bíó: Star Wreck - In the Pirkinning !

Tíu puttar upp til guðs (Roger Ebert)

http://www-fi3.starwreck.com/

Ó-borganleg mynd fyrir trekkara, engir Borg-ar og það þarf ekkert að borga heldur (Y)

13/3/06 17:53  
Anonymous Anonymous said...

Saell Valli. Ertu tha kominn til Svithjodar. Hehe. Eg se a blogginu ad thu sert ad verda alveg eins og eg, tho kannski ekki eins myndalegur. Hvad er ad fretta karlinn? Kemur thu ekki vid hja mer i öl thegar thu att leid hja?

12/5/06 18:03  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home