Tuesday, September 26, 2006

Hef ég skilið þetta rétt?

Ég er að velta fyrir mér nöfnum daganna. Hef gert það lengi, hálfpartinn þráhyggja hjá mér en vankunnátta í tungumálum gerði mér svolítið erfitt fyrir. Byrjaði svo að læra spænsku (búinn með einn tíma í byrjendabekk) og þá fór þetta að skýrast, held ég. Ekki það að ég hafi beinlínis komist að einhverju sem ég vissi ekki en púslbitarnir fóru að passa saman.

Spænsku dagarnir eru (byrjað á sunnudegi) domingo, lunes, martes, miércoles, jueves, viernes og sábado.

Grikkir til forna nefndu dagana eftir plánetunum (lesist: himintunglunum). Jörðin var að sjálfsögðu miðja alheimsins og um hana snerust 7 himintungl og að auki himinhvolfið með áföstum stjörnum. Dagarnir hétu því Solis dies (sólin:sunnudagur), Lunae dies (tunglið:mánudagur), Martis dies (Mars), Mercurii dies (Merkúr), Jovis dies (Júpíter), Veneris dies (Venus) og Saturni dies (Satúrnus).
Himintunglin voru skírð eftir guðunum sem þannig eru réttmætir eigendur daganna.

Hversvegna röðin varð þessi veit ég ekki en samkvæmt jarðmiðjukenningunni voru himintunglin í þessari röð talið frá jörðu: Máni – Merkúr – Venus – Sól – Mars – Júpíter – Satúrnus. Ef við byrjum á sólinni (miðhimintunglið) og teljum svo 3 himintungl í átt að jörðu og svo þaðan áfram í öfugri röð 3 osfrv. Þá verður röðin svona: Sól – Máni – Mars – Merkúr – Júpíter – Venus – Satúrnus. Tilviljun?

Norrænir menn tóku svo þessi nöfn upp á sína arma og staðfærðu að sínum guðum sem þegar höfðu margir hverjir beina skírskotun till grísku/rómversku guðanna.
Mars, stríðsguðinn, er Týr: Týsdagur.
Merkúr, guð verslunar og gróða: Óðinsdagur ?
Júpíter, eldingaguðinn með meiru: Þórsdagur.
Venus, frjósemisgyðjan: Freysdagur/Freyjudagur.

Þó svo Merkúr sé fyrst og fremst guð verðbréfamiðlara þá á hann sér samsvörun í Germaska guðinum Wotan, sem svo reis í tign og varð æðstur guða og Norrænir menn skýrðu Óðinn, þar skýrist það.

Sunnudagur og mánudagur koma af sjálfu sér en svo kemur laugardagur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Enga haldbæra skýringu hef ég á því nafni. Satúrnus á sér enga samsvörun í germanskri eða norrænni goðafræði (sami hlutur). Laugaði Kristur fætur lærisveinanna á laugardegi (Sabbath), ekki veit ég? Kannski þurfti að setja niður sérstakan lýðheilsudagdag. Satúrnus fékk samt að halda sínum degi í enskunni, Saturday. Enskan er þannig eina “hreina“ tungumálið (sem ég veit um a.m.k.) þ.e.a.s. eina evrópska tungumálið sem ekki hefur látið kristnina menga nöfn daganna og þannig stolið þeim frá sínum réttmætu eigendum.

Já akkúrat, svo kom helvítis kristnin og reyndi að breyta nöfnum daganna og það tókst með örfáum undantekningum. Dagarnir áttu nú að heita drottinsdagur, annar dagur, þriðji dagur, miðvikudagur, fimmti dagur, föstudagur og laugardagur (fékk að halda sínu).

Á Spáni fékk sólin ekki að halda sínum degi og hennar dagur heitir nú domingo (dominius=drottinn) og Satúrnus missti sinn dag líka og hanns réttmæti dagur heitir nú sábato (heilagur hvíldardagur gyðinga).

Ég vinn með konu sem er pólsk, í pólsku (og reyndar flestum ef ekki öllum slavneskum tungumálum) finnst mér dagarnir fyndnir (byrjað á sunnudegi, þó svo Pólverjar sjálfir byrji að telja á mánudegi): niedziela (ekki-vinnudagur), poniedziałek (dagurinn eftir ekki-vinnudag), wtorek (annar), środa (þriðji), czwartek (fjórði), piątek (fimmti), sobota (heilagur hvíldardagur gyðinga).

Jahérna hér, þakklátur yrði ég ef einhver getur með rökum hrakið þessa vitleysisromsu.

Post script: Hollenska er líka hreint tungumál hef ég séð núna þökk sé “INTERNETINU!”: zondag, maandag, dinsdag, woensdag, donderdag, vrijdag og zaterdag.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Blogger Magnús said...

Þú ert snjall fýr.

27/9/06 03:58  
Anonymous Anonymous said...

Sammála síðasta ræðumanni. Þú mættir alveg deila svona vangaveltum með okkur oftar. Ekki hef ég hugmyndaflug til að velta svona fyrir mér svo þú mættir alveg leyfa mér að njóta þess með þér.

27/9/06 10:54  
Blogger Magnús said...

Og já, mér sýnist þú hafa skilið þetta rétt. Það væri okkur Íslendingum til sóma að taka aftur upp gömlu daganöfnin. Þriðjudagur? Föstudagur? Sullumbull.

27/9/06 17:54  
Blogger Hjörtur said...

Nú þarf ég ekki að lesa Kornflex pakkann á morgun, heldur get bara pælt í þessu...

27/9/06 21:27  
Blogger Fnatur said...

Get ekkert hjálpað þér í þessum málum Valli minn.
Verð samt að bæta við að "men-bag" myndin sem þú settir link af á bloggið hans Högna var hrein snilld.

29/9/06 17:09  
Anonymous Anonymous said...

Heill og sæll Trallinn minn.
ÚÚÚ gaman gaman.
Færi þér þetta hér með til frekari fróðleiks.

Solar System Objects and Some of Their Various Day or "Planet" Names
Sun Moon Mars Mercury Jupiter Venus Saturn
English Day Name Sunday Monday Tuesday Wednesday Thursday Friday Saturday
Anglo-Saxon Day Name Sunnan daeg Monan daeg Tiwes daeg Wodens daeg Thurs daeg Frige daeg Satern daeg
German Day Name Sonntag Montag Dienstag Mittwoch Donnerstag Freitag Samstag
Dutch Day Name zondag maandag dinsdag woensdag donderdag vrijdag zaterdag
French Day Name dimanche lundi mardi mercredi jeudi vendredi samedi
Latin Day Name Dies Solis Dies Lunae Dies Martis Dies Mercurii Dies Jovis Dies Veneris Dies Saturni
Hindu Day Name Ravi-var Som-var Mangal-var Budh-var Vrihaspat-var or Guru-var Sukra-var Sani-var/ Sanichar
Indian Islam Day Name Etwar Peer or Somwar Mungul Boodh Jumerat Juma Sunneecher
Burmese Day Name Tanang- ganve Tanang- la Ang-gar Buddha- hu Kyasa- pade Sok-kya Cha-na
Sabean "Planet" Ilios Sin Nergal? Nebo Bel Marduk Belit Ninurta
Japanese "Planet" 11
Taiyou Tsuki KaSei SuiSei MokuSei KinSei DouSei
Japanese Day Name Nichi Youbi Getsu Youbi Ka Youbi Sui Youbi Moku Youbi Kin Youbi Dou Youbi

29/9/06 23:13  
Blogger brynjalilla said...

ég elska þig

30/9/06 20:14  
Blogger Vallitralli said...

HaHaHa. Vissulega verður það að teljast ólíklegt og öllum kunnugt. Grísku dagarnir hétu eftir grísku guðunum Ares, Hermes, Seif, Afródítu og Khronos auk sólar og tungls. Þetta eru svo nákvæmlega sömu guðir og hinir klikkuðu Rómverjar notuðust við undir áðurnefndum nöfnum.
Var að vona að ég kæmist upp með þessa handvömm til að stytta lang- og leiðinleghund. Minntist heldur ekkert á Babylotionmenn sem þó voru sennilega þeir sem byrjuðu á þessu.

Vitlaust hjá mér

4/10/06 18:08  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home