Wednesday, August 09, 2006

Matur handa Halim Al

Skemmtilegt innlegg í umræðuna um hreinan mat er að finna hér. Hvað annars er "kufar"? Er það eitthvað svona sænskt orð sem hægt er að nota í staðinn fyrir "nörd"? Hvaðan er það komið? Hér vantar orðsifjafræðing. (Þess skal getið að hér stóð áður orðsyfjafræðing. Þökk sé Magnúsi Teitssyni fyrir prófarkarlestur.)

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Blogger Fnatur said...

Kufar? Get nú ekki hjálpað þér með það. En hvað er að frétta af Halim Al og Sófíu?

p.s. velkominn til baka úr fríinu

10/8/06 14:45  
Anonymous Anonymous said...

ok, er þetta ekki bara málið...

http://www.youtube.com/w/Hooked-on-a-feeling?v=Gi2CfuqcUGE&search=hooked

10/8/06 15:32  
Blogger Hjörtur said...

Google leit mín að orðinu kufar skilaði m.a. þessu...

"A "Kufar" is someone who doesn't believe in the "one true religion". As for what to do with such people, killing them is also perfectly OK...."

10/8/06 19:23  
Blogger Vallitralli said...

OK!
Þetta er sem sagt bara afbökun á orðinu "kafir" eða "kufr". Hefur þannig frekar lítið með sænsku að gera nema þá sem hluti af hinu æ sterkara tungumáli: "nýsænska".

Takk Hjörtur, nú líður mér betur.

10/8/06 19:54  
Blogger Magnús said...

Mér myndi líða betur ef þú skrifaðir "orðsifjafræðing" í staðinn fyrir "orðsyfjafræðing".

10/8/06 20:44  
Blogger Hjörtur said...

hver er stafsetningarfastisti?

10/8/06 22:32  
Blogger Vallitralli said...

Ertu svona viðkvæmur fyrir þessu Magnús að þér líður illa við að sjá orð vitlaust skrifuð?
Hvort er það meira líkamleg eða andleg vanlíðan?

11/8/06 08:23  
Blogger Fnatur said...

En hvað með Halim og Sófíu? Engar fréttir af þeim?

11/8/06 16:17  
Blogger Hjörtur said...

...reikna ekki með að þau lifi happily ever after...

11/8/06 17:09  
Blogger Magnús said...

Það má líkja þessu við andlegan kláða, sem er þó sem betur fer ekki sambærilegur við hugarvíl Halims á Íslandi sem hrakti hann til eiginkonubarsmíða. En ég fæ yfirleitt góða útrás fyrir þessa áráttu í vinnunni. Takk fyrir leiðréttinguna.

11/8/06 23:49  
Anonymous Anonymous said...

Hér í Þeim hluta Svíþjóðar sem geymir lata og ábyrgðarlausa hluta sænskra (líka kallaður noregur) er til drykkur/súrmjólk sem heitir Kefir. Nafnið dregið úr kákasísku og þýðir, skv. uppl. á fernu, þægilegur, eða bragðgóður drykkur. Svosem kanski ekki við öðru að búast hér, þar sem allt er svo þægilegt og bragðgott. Svona eins þægilegt og lekandi eða ristilbólga ("The girl with colitis goes by").

12/8/06 00:20  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home