Saturday, June 03, 2006

Ég er alveg brjálaður núna!

Drullaðist loksins til að lesa Draumalandið á enda í sældinni hér á Húsavík (sem by the way á að fara að rústa með fleiri tonnum af rauðri drullu og viðbjóði, fylltri eiturefnum sem hjáframleiðsla við fyrirhugaðan áliðnað sem svo sannarlega "mun redda okkur fleiri störfum en ... blablabla..."). Fylltist reiði, gremju og vonleysi. Er einhver leið að stoppa þetta? Var farinn að spá í það sjálfur jafnvel að fara og sprengja draslið við Kárahnjúka eins og Mývetningar gerðu forðum og tókst þannig að bjarga sinni heimabyggð. Ég kann bara ekkert með svoleiðis að fara og svo vill maður líka drepa sem fæsta, en eitthvað verður að gera. Ekki dugar að mótmæla, slíkt gleymist í lögreglurannsóknum hæstvirtra ráðskvenna á morðhótunum. "Olof Palme Íslands". Er næstum farinn að hugsa eins til Valgerðar eins og Friðrik pabbi hans Högna um Olof Palme. Þetta er auðvitað ekki henni að kenna en maður vill alltaf einhvern sem hægt er að benda á. Það er svo erfitt að vera í stríði og mótmæla ef maður á engan skilgreindan og helst sýnilegan óvin en eitthvað verður að gerast.
Prófa að skrifa bréf til Ögmundar og Steingríms og spyr þá hvort maður geti treyst því að fái þeir að stjórna landinu lofi þeir því að stöðva þessa óværu, ef svarið verður jákvætt þá er ég jafnvel tilbúinn að ganga í flokkinn og bera út blöð og standa og gefa börnum pylsur og nælur. Smyrja flokksvélina með eigin svita og smjaðri. Það er lágt lagst en ÉG VERÐ AÐ GERA EITTHVAÐ.
Ég hélt að ég hefði læknast af allri vinstrihneigð í kommúnistalandinu aflanga eftir ársbaráttu við kerfið þar en var ekki búinn að vera hér lengi þegar ég sá að þetta virðist vera eina leiðinn. Alveg sama varðandi öll önnur stefnumál, þetta er bara of mikilvægt. Núverandi ráðamenn daðra við hættulegustu fyrirtæki heims og lofa að gefa þeim landið í staðinn fyrir nokkur störf. 13 ára skólastelpur að reyna við Mike Tyson.
Hvað getum við, hugsandi fólk sem þó situr á sínum rassi, eiginlega gert og svarið nú? (sagði hann og hvíslaði spurninguna að hljóðeinangruðum vegg í myrkvuðu herbergi og heyrði ekki spurninguna einu sinni sjálfur).

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Anonymous Anonymous said...

jæja það er þó einungis núna, ég er það hins vegar alla daga. spáðu í það.
Flottur
Áslaug

3/6/06 12:14  
Blogger Vallitralli said...

Já ég skil það en hvað eigum við að gera ?

3/6/06 13:05  
Anonymous Anonymous said...

Nú eigum við bara ekki að vera brjáluð saman ha?
Flottur
Áslaug

3/6/06 15:58  
Blogger Vallitralli said...

Jú það er alveg hægt að gera þaðen ég leyfi mér að efast um gagnsemi þess. Frekar gera eitthvað sem gerir gagn.

3/6/06 16:13  
Blogger Magnús said...

Segja öllum sem eru ekki bara með bein í hausnum að vakna og gera sér grein fyrir því að það skiptir máli hvað maður kýs og það er ekkert sjálfgefið að það fari ekki allt í rassgat.

3/6/06 18:10  
Anonymous Anonymous said...

Nei gagnsemin er ekki mikil en það er þó eitthvert almennilegt fútt í þessu öllu á meðan.

3/6/06 18:21  
Blogger brynjalilla said...

Pant vera með í að útdeila pylsum og nælum og svei mér þá ég skal líka leggja orð í belg. Viss um að svör Steingríms og Ögmunds geti breytt lífi okkar......fyllumst við VON eða segjum við þeim að fara í NORÐUR OG NIÐURFALLIÐ?

4/6/06 03:04  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Þetta er nákvæmlega sama tilfinningin og ég fékk eftir lestur bókarinnar. Ég hafði þó brölt með þessa tilfinningu talsvert lengi en hún magnaðist til muna við lesturinn á Draumalandinu. Já nú þarf að berjast!

4/6/06 06:30  
Blogger imyndum said...

Ég er sammála Magga... maður fær(það skilið)sem maður kýs yfir sig. Það þýðir ekkert að væla um að það sé kjöt í hamborgaranum mans ef maður bað ekki um grænmetisborgara.

4/6/06 15:16  
Anonymous Anonymous said...

Ég bíð spennt eftir að Ásta systir sendi mér bókina sína.

4/6/06 15:42  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Það þarf einmitt að koma þessari ríkisstjórn frá og það fyrir löngu síðan. Öfunda ekki þá sem hafa verið að kjósa ríkisstjórnar-flokkana síðustu árin!! blindaðir af skammtíma hagvaxtar- efnishyggju- og velmegunarþrugli. Það er þjóðhagslega óhagkvæmt að drekka vatn við þorsta - drekkum kók og aukum hagvöxtinn!!! og pössum okkur á að setja dósina ekki í endurvinnslu.Það er nebblega pínu dýrara en að búa til nýja dós og því er það þess virði að drekkja náttúru Íslands. Góð stefna mar!

4/6/06 16:09  
Blogger Bromley said...

Ég get alveg viðurkennt það að ég er sek um margt. Til dæmis leti. Ég hef í rauninni aldrei skilið þessa álverssýki en lét heilaþvo mig með töfraorðunum aukinn hagvöxtur og öryggi í atvinnumálum. Ég skal líka alveg viðurkenna það að þegar ég heyrði að það ætti að reisa álver við Húsavík þá varð ég bara ánægð. Ástæðan? Jú það þýddi það í mínum augum að ég sem tannlæknir í framtíðinn á Akureyri (þar sem mig langar til að opna stofu í framtíðinni)-myndi hugsanlega hafa fleiri kúnna, þ.e. aukið atvinnuöryggi fyrir mig. Ég var líka svolítið hrædd við að fara í sérnám. Hræðslan byggðist á því að vera orðin svo sérhæfð að það yrði ekki til starf fyrir mig á einhverjum spena í heimabæ mínum sem mér þykur svo vænt um. Eftir að hafa lesið bókina Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason þá er lífsmynd mín gjörbreytt. Ég ætla að búa til hagvöxtin sjálf. Ég ætla að stofna fyrirtæki, búa til stöðugildi og selja sérhæfða þjónustu sem var ekki fyrir hendi. Ég ætla að búa til tækifærin mín til sjálf.
Ef það verða fáir sem vilja kaupa þá þjónustu þá vil ég frekar prjóna lopapeysur í hjáverkum og selja í túristabúð á Húsavík þó að ég græði bara 1500 kr fyrir stykkið.
Vil ekki að börnin mín alist upp við hræðsluáróður og rauða drullu í vörubílsförmum.
Kveðja, Ásta tannsi

4/6/06 23:29  
Blogger brynjalilla said...

og nú er RÁÐHERRANN búinn að segja af sér hmmmm....

6/6/06 01:18  
Anonymous Anonymous said...

Já ég sá fréttina um afsögn Halldórs á mbl. Ein spurning; "Af hverju finnst mörgum íslendingum svona merkilegt að það sé fjallað um eitthvað sem gerist á okkar landi í erlendum fjölmiðlum"?
Sama hvað það er þá kemur alltaf frétt um það heima ef einhver hefur svo mikið sem minnst á Ísland í erlendum fjölmiðlum.
Í þessari mbl frétt er minnst talað um að hann hafi sagt af sér og ástæður þess, en mest talað um hvar og hverjir í útlöndum greindu frá þessu líka. ASNALEGT.

6/6/06 15:46  
Blogger Vallitralli said...

Já Fnatur, asnalegt er það en ósköp dæmigert. Sorglegt en kemur ekki á óvart. Smá(þjóðar)sálin alltaf upptekin af því hvað útlendingarnir segja. Orðatiltækið "enginn er spámaður í eigin föðurlandi" hefur verið snúið svolítið og skilst nú sem "allt sem útlendingar segja um Ísland er merkilegt".

6/6/06 15:58  
Anonymous Anonymous said...

Isss......það er bara hið besta mál að hrauna áli yfir Húsavík og leggja svo þykkt lag af mengun yfir. Svo brestur Kárahnjúkavirkjun og skolar restinni á haf út þannig að ekki einu sinni Prins Lu og félagar geta bjargað þessari Sódómu frá tortímingu!

6/6/06 16:26  
Anonymous Anonymous said...

Segi það sama, Húsavík, hvað er það nú eiginlega ? Hvar er það ? Og hverjum er ekki sama ?
Alla vega held ég að Andra Snæ hafi verið nokkuð sama þegar hann sat í sumarhúsi foreldra sinna á Sardiníu og reit bókina.

7/6/06 13:59  
Blogger Vallitralli said...

Húsavík er bær á Íslandi.
Húsavík er hérna.
Mér er ekki sama.
Ég held að ástæða bókarinnar hafi líka verið að sýna fram á að honum væri ekki sama og vekja þá sem eins er ástatt um og snúa vitleysingjum til betri vegar. En auðvitað er það hámark hræsninnar að sitja í sumarhúsi í útlöndum og skrifa bók, not.

7/6/06 14:18  
Anonymous Anonymous said...

jæja ekki veit ég hvar er best að byrja, kanski á því að Ögmundur og Steingrímur koma ALDREI til með að vera í stjórn, ekki nema neyddir til med yfir 50% athvæða, þeira pólitík er bara að vera á móti, vitandi að þeir þurfa aldrei að standa undir því að þurfa að koma með lausnir.
Og með álverin, fínir vinnustaðir, hef sjálfur unnið þar, hvar er svo rauða drullan í kringum straumsvík og hvalfjörð??
Enda ekki framleitt súrál á íslandi, og eru menn trúaðir á það að verí ekki byggð álverksmiðja á íslandi, þá verði því bara sleppt alveg og í ástralíu og öðrum löndum þar sem súrál er unnið verði bara hætt báxít vinnslu. Svo má kanski líka segja að þetta sé eins og að kasta öllu sorpi yfir til nágrannans og segja, sjáiði hvað er fínt hjá mér!!
Finnst fólki betra að ál sé framleitt annarstaðar þar sem orkan sem þarf er jafnvel framleidd með kolabrenslu, sennilega brúnkolum eða þá olíu.
Nú kanski er best að ekkert ál sé framleitt, prufiði að setja ykkur það mark að vera 1 mánuð án þess að kaupa vörur er innihalda ál, t.d drykkjardósir og snyrtivörur :)
Og að endingu, Berglind Rós, endurvinsla á kókdós, notar aðeins 5% af þeirri raforku sem þarf til að búa til nýja.

28/6/06 17:25  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home