Monday, May 08, 2006

Elvis og JFK.

Öll höfum við séð myndina af Elvis og Nixon. Um helgina sá ég hinsvegar mynd með Elvis og JFK. Sá reyndar ekki síðustu 15 mínúturnar af myndinni af því hún var biluð. Þetta var myndin Bubba Ho-Tep sem hiklaust er hægt að mæla með. Elvis dvelur nú á elliheimili (þar sem hann hafði skipt við einhverja Elvis eftirhermu á sínum tíma sem svo fékk hjartaáfall) ásamt svörtum JFK (“þeir” tóku úr honum heilann og settu sand í staðinn og lituðu hann svartan). Elvis er með krabbamein á tippinu (var með tengil inn á mynd af slíku en hún hefur verið tekin niður, áhugasömum bent á google imagesearch: "penile cancer") og hefur ekki fengið holdris síðan Lyndon BJ var forseti. Þeir félagarnir eru svo að berjast við múmíu sem sýgur sálir gamlingja út í gegnum rassgatið á þeim til að halda í sér lífinu.
Dramatík og spenna og grín. Dúndurmynd sem ég verð sem fyrst að sjá síðustu 15 mín af.

Sá líka myndina King Kong (Peter Jackson), gjörsamlega tilgangslaus og vond mynd í alla staði.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Blogger Magnús said...

Einn af þessum hlekkjum er án vafa sá ógeðfelldasti sem ég séð um nokkurt skeið.

8/5/06 18:33  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home