Wednesday, March 08, 2006

"Lífgað" upp á hversdagsleikann (Ömurleg afmælisgjöf). Ekki fyrir viðkvæma.

Stundum er maður fúll yfir því að vakna, nenna ekki í ræktina, fara í vinnuna, fara heim, sinna börnunum, hanga yfir póker og hundamatsauglýsingum í sjónvarpinu og fara svo að sofa. Maður vill eitthvað sem lífgar upp á hversdagsleikann.
Það fékk ég sko í dag. Ég var eins og svo oft áður í vinnunni þegar löggan hringdi. Fyrst varð ég hræddur og hélt að þetta væri ruslalöggan (sop-polisen) sem hefði komist að því að ég hefði óvart hent mjúku plasti í dallinn fyrir harða plastið (og öfugt) um daginn og nú ætti að sekta mig um 8000 SEK. Svo reyndist ekki vera. Löggan hafði fengið hringingu frá gaur sem átti hús úti í sveit af því að hann hafði fundið leigjandann liggjandi, bláan og hreyfingarlausan á gólfinu í húsinu.
Leigjandinn, sem átti afmæli í dag, hafði haft samband við félaga sinn í gær og svo þegar félaginn hafði reynt að hringja í allan dag í afmælisbarnið og alltaf á tali hafði hann samband við leigusalann.
Þá fékk ég að ferðast með leigubíl út í sveit (á vinnutíma). Nýfallinn snjór yfir öllu, sænsk Kattholts-lík hús báðum megin vegar og gamlar kerlingar á sparksleðum á veginum. Sól og blíða.
Karlinn lá svo blár og stirður á gólfinu með símann í fanginu. Löggan var að hella vatni í skál til að gefa köttunum hans 18 að drekka og var nýbúin að hella kattamat í dallinn. Saurugar bleyjur karlslins lágu um allt á gólfi svefnherbergisins líkt og trufflusveppir og karlinn var svo sannarlega ekki lengur þessa heims (og ekki nokkurs annars ef út í það er farið). Hafði án efa reynt að skreiðast í símann í nótt þegar hann fékk hjartaáfallið sitt en ekki getað hringt neitt og kúkað á sig í leiðinni. Fæddur 8. mars 1950 og dáinn 8. mars 2006. Blessuð sé minning hans.
Leigusalinn ætlar svo að sjá um að skjóta kettina á morgun (hann er sko jägare líka sko).
Það sem mér fannst sorglegast við þetta allt saman var þegar ég var, haukfránn sem ég er, að skoða "verksummerki" til að athuga hvort einhver teikn væru um "fúlan leik" og sá myndarammana sem voru á veggjunum. Þarna var svo sannarlega sérlundaður, kattelskur einstæðingur sem lá blár og stirður á gólfinu útataður eigin saur, þvagi og ælu. Myndarammarnir á veggjunum innihéldu nefnilega myndirnar sem í þeim eru þegar maður kaupir rammana. Þarna voru þau öll, brosandi ameríska amman, börn að borða ís og skyldusvertinginn (til að gæta alls réttlætis).

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Anonymous Anonymous said...

Sorgleg saga um einstæðingsskap,ljós eða leyndur ótti flestra í hnotskurn.
jæja kisurnar voru þó ekki farnar að leggjast í afgangana.
Þú ert enn flottur!
luv
Áslaug

9/3/06 01:40  
Anonymous Anonymous said...

thad er thung tilfinningin sem madur faer i magann sinn. Ad vera minntur a hversdagslega harmleiki eins og thennan. Vodalega er madur einn thegar myndarammarnir innihalda klisjukenndar, keyptar fjölskyldumyndir.

9/3/06 10:35  
Blogger Magnús said...

Þetta er það sem ALLT snýst um. ALLIR eiga að hugsa sig um þegar þeir heyra svona og spá í hvers konar umhverfi og framtíð þeir séu að búa sér, ekki bara að troða síður á öðrum heldur vinna í sínu eigin lífi. Karma er alveg örugglega nógu instant til að það borgi sig að láta það ráða, og fólk sem lendir svona úti í horni fær örugglega langoftast yfirdrifinn tíma til að hugsa um hvernig það hefði getað komið sér betur fyrir. Svo er líka ekkert mál að sofna og reka í þessa átt, sem er ástæða til að streitast við, djöflast og halda sér vakandi. Lærum af þessu, andskotinn hafi það! Hittumst og verum í stuði og fílum hvert annað!

9/3/06 11:49  
Anonymous Anonymous said...

gaman aðessu......

9/3/06 20:21  
Anonymous Anonymous said...

vá hvað kettirnir hljóta að hafa verið "alive" miðað við eigandann...


sdj

10/3/06 14:22  
Anonymous Anonymous said...

Sammála Magga mörgæs. Hittumst og verum í stuði og fílum hvert annað. Annars endum við með módel í myndarömmum upp á vegg. Það er ekkert smá sorgleg tilhugsun ÚFFFF.

10/3/06 21:40  
Anonymous Anonymous said...

Jæja karlgreyið ári yngri en ég, svona ætla ég ekki að halda upp á mitt afmæli !

11/3/06 01:00  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home