Wednesday, April 19, 2006

Það er ekki til neitt rangt svar, bara heimskulegar spurningar.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Anonymous Anonymous said...

Það er víst búið að finna Svalbarða: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1196992

20/4/06 13:40  
Anonymous Anonymous said...

Var hann týndur?

20/4/06 15:37  
Anonymous Anonymous said...

Af hverju ganga flestar súperhetjur í spandex?

20/4/06 20:43  
Blogger Vallitralli said...

Vegna thess ad Spandex er sterkara og endingarbetra en gúmmí. Spandex er haegt ad teygja meira en í fimmfalda lengd án thess ad thad slitni og haegt ad teygja endurtekid og skreppur alltaf aftur í sína upprunalegu lengd. Létt og tholir mikinn núning. Tholir vel hreinsiefni, olíu og lotion, er mjúkt og thaegilegt og safnar ekki upp stödurafmagni.
Allir thessir eiginleikar eru gódir, ef ekki naudsynlegir, fyrir ofurhetjur og ekkert annad efni sem kemst nálaegt.

21/4/06 08:27  
Anonymous Anonymous said...

Takk Vallitralli minn, mér líður mikið betur núna.
En kæri póstur er poppkorn flokkað sem grænmeti?

21/4/06 20:07  
Blogger Vallitralli said...

Takk fyrir spurninguna. Það er gaman að vita að jafnvel í afskekktum sveitum er fólk að velta fyrir sér spurningum sem eru okkur mannkynini mikilvægar.
Það eru margar leiðir til að svara spurningu þinni en allar leiða þær til svarsins NEI.
Auðvelt er að sanna að popp er ekki grænmeti. Settu það einfaldlega í skál og gáðu hvort einhver borði það (á bæði við um gesti og börn). Ef fólk fær sér popp og svo meira þangað til lítið er eftir, þá er popp ekki grænmeti af því að grænmeti er skv. skilgreiningu: "eitthvað sem vex á eða undir plöntum, á að vera ógeðslega hollt eitthvað en er alltaf frekar vont á bragðið og nú til dags mundi enginn borða grænmeti öðruvísi en djúpsteikt ef eitthvað annað er í boði.

Önnur aðferð til að forða poppi frá því að vera grænmeti er að sanna að það sé eitthvað annað, td ávöxtur. Ávextir eru leið blómstrandi plöntu að dreifa sér og fjölga. Ávöxtur inniheldur fræfla og frævur plöntunnar, innan einhverskonar híðis sem þróast hefur og vaxið frá blómi plöntunnar. Þannig er hveiti og maís og þar með popp ávextir.

Þriðja leiðin til að svara er svo að velta fyrir sér hvað er eiginlega "grænmeti". Grænmeti er hugtak sem hefur eingöngu þýðingu hvað varðar matargerð og í jurtafræðinni hefur orðið grænmeti enga vísindalega þýðingu. Grænmeti er eitthvað svona hugtak sem ekki er hægt að skilgreina og er í rauninni háfgert bull, svipað og að skipta froskdýrum í froska og körtur. Það er algjört smekksatriði hvaða plöntuafurðir maður kallar grænmeti. Jafnvel þó eitthvað sé ávöxtur er ekkert sem segir að þér geti ekki fundist það vera líka grænmeti. Þó svo að eitthvað sé ávöxtur er ekki þar með sagt að það geti ekki verið grænmeti líka. Ef þér finnst popp vera grænmeti þá er það grænmeti (fyrir þér). Og það er það sem skiptir máli.

Ekki láta nokkurn mann segja þér annað.

Kveðja

Trallinn

22/4/06 09:47  
Anonymous Anonymous said...

Kæri póstur þakka þér kærlega fyrir svörin, ég er nú reyndar enn að velta fyrir mér rökum þínum.
Annað mál sem mig hefur alltaf langað til að vita en það er
"Geta endur hnerrað"?
Með fyrirfram þökk.

22/4/06 16:14  
Blogger Vallitralli said...

Já.
Endur geta hnerrad og gera thad gjarnan thegar thaer fá sýkingar í loftvegi. Geta líka hóstad.
Kvedja, Trallinn.

24/4/06 09:23  
Anonymous Anonymous said...

Kæri Tralli póstur
Ég tek þig trúanlegan með að endur geti hnerrað.
En verða fiskar þyrstir?

24/4/06 11:44  
Anonymous Anonymous said...

Who's the wise guy who came up with: 'Never say never'? Didn't you just say it?


Kveðja, Fnatur

26/4/06 16:29  
Anonymous Anonymous said...

Væru jarðarbúar hamingjusamari ef allir valhoppuðu í stað þess að ganga??? Hvað heldur þú Rassmus?

26/4/06 18:41  
Anonymous Anonymous said...

Hvernig geta geimvísindamenn verið vissir um að Plútó sé í raun og veru minnsta pláhnetan þegar þeir hafa aldrei komið þangað?

Kv, litla nornin Nanna

26/4/06 18:45  
Anonymous Anonymous said...

Ætli svínum finnist beikon gott?


Kv, Grís

26/4/06 18:46  
Anonymous Anonymous said...

Eftir að við förum í bað þá ættum við að vera tandurhrein en blaut. Við þurrkum okkur þá með handklæði. Af þarf þá að þvo handklæðin ef að allir eru hreinir sem þurrka sér með þeim? Ef maður er síðan ekki hreinn af hverju þá að fara í bað?????

Kv, Síli

26/4/06 18:50  
Blogger Vallitralli said...

Kærar þakkir fyrir allar þessar skemmtilegu spurningar. Það er greinilegt að hugar fjöldans vinna fullt starf. Vonandi verða svör mín ykkur til hjálpar við að komast lengra í áttina að alvisku.

Verða fiskar þyrstir var spurt. Væntanlega er þá átt við vatnsþorsta því eins og allir vita sem kæra sig um eru fiskar mjög fróðleiksþyrst kvikindi. Ferskvatnsfiskar drekka ekki vatn, þeir fá allt það vatn sem þeir þurfa í gegnum húðina (hreistrið) og tálknin. Þannig má vænta þess að þeir verði ekki þyrstir. Sjávarfiskar drekka hinsvegar vatn en þar sem þeir eru stöðugt í vatni má ætla að þeir verði ekki þyrstir þar sem sá sem drekkur stöðugt verður sko ekki neitt þyrstur. Á móti kemur sú skemmtilega tilgáta (lesist staðreynd) að fiskur sem lendir á þurru landi deyji úr þorsta, því hversvegna annars ætti hann að deyja? Það er bara rugl að þeir "kafni". Ástæðan fyrir því að fiskar deyja svo fljótt á þurru landi hlýtur þá að vera að þeir eru alltaf þyrstir og þurfa stöðugt að fá vatn til að halda í sér lífinu og deyja því tiltölulega strax úr þorsta ef þeir hafna á landi (ef maður getur þá yfirleitt "hafnað" á landi).

Djúpsteikt poppkorn er góð hugmynd. Að sjálfsögðu getur maður djúpsteikt poppkorn (sem búið er að poppa) og það er bæði feitt og ógeðslegt. Hvort maður getur aftur á móti djúpsteikt poppmaís án þess hann springi með slíkum látum og gusugangi að stofni lífi, limum og jarðneskum eigum í hættu veit ég ekki. Þetta verður hinsvegar það sem ég mun athuga ef og þegar ég eignast djúpsteikingarpott. Verð að fá að svara síðar.

To my English-speaking readers: Who came up with this stupidest (or cleverest) of sayings is impossible do decipher. I totally agree with you. Why should we follow the orders or advice of someone who does not in the leastest of bitses follow his advice himself. Perhaps such people think they are above all such things, what do I know (or care). Contradictions in terms are always rather funny/clever/stupid. My advice to you is to never say "never say never".

Valhopp: Sennilega yrði hinn valhoppandi glaður yfir því að vera valhoppandi eins og hálfviti og þannig að pirra aðra því fátt er eins gefandi. Allir hinir yrðu hinsvegar ýkt pirraðir sem mundi enda með morði og aftur yrðu allir glaðir. Ef allir jarðarbúar tækju svo upp á því að valhoppa saman öllum stundum fengjum við öll blóðugan niðurgang um mundum deyja hörmulegum dauðdaga. Valhopp er ógeð.

Plútó er ekki plá(h)neta. Plútó er hundurinn hans Mikka Músar og hann er ekki neitt sérlega lítill og hann er svo sannarlega til.

Svín borða meira og minna allt matarkyns sem sett er fyrir framan þau. Þar með talið bacon. Svín geta hinsvegar ekki steikt sitt eigið bacon.
Múslimsk svín borða hinsvegar ekki ekki bacon.

26/4/06 20:21  
Blogger Vallitralli said...

Kæra síli (ef það er þá þitt raunverulega nafn. Það er stór munur á því hvernig maður þvær sér í baðinu. Allir sem hafa séð Pulp Fiction muna hvernig munurinn á handklæði Jules Winnfield(Samuel L Jackson sem þvoði sér vel) og Vincent Vega (John Travolta sem bara bleytti hendurnar) var eftir að þeir höfðu verið að þrífa bílinn í bílskúrnum hjá Jimmie Dimmick (Quentin Tarantino). Annað handklæðið var orðið að hlandklæði, skítugt og þurfti að þvo en hitt var hreint sem nýfallinn snjór og var bara blautt. Ef þú þværð þér það illa að þú þarft að þvo handklæðið í hvert skipti sem þú hefur þurrkað þér með því þá geturðu sjálfsagt sleppt því að fara í bað. Drífa sig að þvo sér betur.

26/4/06 20:42  
Anonymous Anonymous said...

Vááááá ekkert smá mögnuð svör Tralli. Erum að reyna að hafa hemil á okkur við vinirnir til að bombarda ekki fleiri gáfulegum spurningum á þig. Rokk og ról.
Kv, Fnatur, Klumpur, Nanna, Grís og Síli.


p.s. ég þarf endilega að henda Pulp Fiction í spilarann og horfa á handklæða atriðið aftur.
Kv, Síli

p.p.s. Mér fannst ég nú verða að heiðra Stebba Hilm með hnetunni í spurningu minni. Maður verður nú að krydda tilveruna smá með auka háum hér og þar shvona til að khæta hlandann.
Kv, Litla Nornin Nanna

27/4/06 00:22  
Anonymous Anonymous said...

Ég bara verð að taka þátt í þessum snjöllu blogg-umræðum. Hér er spurning mín.
Af hverju eru búðir sem eru opnar 24 tíma á dag allan ársins hring með lása á hurðunum?
Kv, L.P.

27/4/06 01:58  
Blogger Vallitralli said...

Klassísk spurning og hefur verid svarad álíka oft og hennar hefur verid spurt og naudsynlegt ad halda thví hlutfalli jöfnu áfram.
Fyrir thessu eru margar ástaedur.
1. Í rafmagnsleysi getur verid naudsynlegt ad laesa dyrunum. Ekki vill madur hafa fulla búd af lidi og ekkert vidvörunarkerfi sem virkar og búdarkassan biladan osfrv.
2. Ef framid er rán í búdinni á starfsfólkid ad laesa dyrum thangad til löggan er búin ad "rannsaka"
3. "Thad er aldrei nein ein búd sem er alltaf bara opin" eins og Orri mundi segja.
4. Til ad starfsmannastjórinn geti laest starfsfólkid inni yfir nóttina svo thad komist ekki burtu.

27/4/06 08:24  
Anonymous Anonymous said...

Þar sem ég er bæði hvatvís og hömlulaus get ég ekki hamið mig og verð að koma aftur.
Hver var fyrsti einstaklingurinn til að segja, hei þarna er hæna, ég ætla að borða það fyrsta sem kemur út um rassinn á henni og hvaða líkur voru á að það væri ekki hænudúdú

27/4/06 09:47  
Blogger Magnús said...

Þið eruð öll með fíflalegar spurningar.

27/4/06 11:11  
Blogger Vallitralli said...

Mjög líklega hefur enginn sagt thetta á undan thér.
Thó svo ad haenur hafi bara eitt sameiginlegt op fyrir aexlun og úrgangslosun er audvelt ad sjá, baedi á hegdun haenunnar sem og á útliti thess sem út kemur og útliti "opsins" á medan á thessu stendur (en thá tharf madur ad vera svolítid vanur og eftirtektarsamur).
Faest okkar thurfa hinsvegar ad hafa áhyggjur af thessu thar sem vid kaupum okkar egg í búd thar sem thaulvanir baendur eru búnir ad skilja á milli saurs og eggja.

27/4/06 11:30  
Anonymous Anonymous said...

sæll kæri vallitralli póstur.
Bestu þakkir fyrir mjög fróðleg og áhugaverð svör.
Athugasemd þín um heimskulegar spurningar trónir enn efst á blaði og vil ég því nota tækifærið og spyrja Sofa fiskar?

5/5/06 14:36  
Blogger Vallitralli said...

Sofa fiskar?
Fiskar sofa að minnsta kosti ekki á sama hátt og við, þ.e. leggjast upp í rúm, loka augunum, liggja hreyfingarlausir (-litlir) og fara í gegnum viss skeið heilastarfsemi þar sem meðvitundin kemur lítið við sögu. Fyrir það fyrsta þá hafa nær engir fiskar augnlok, nema þá hákarlar. Enginn fiskur á rúm.
Næstum allir fiskar stunda það hinsvegar að "hvíla sig" þar sem hægir á líkamsstarfemi og þeir veita umhverfi sínu minni eftirtekt en annars og hreyfa sig mun minna, eða ekkert. Þetta má sjálfsagt kalla svefn.
Hitt veit ég að margur mafíósinn og óvildarmaður mafíunnar hefur sofið hjá fiskunum og þá gjarnan íklæddur steypustígvélum.

6/5/06 18:48  
Anonymous Anonymous said...

Rakst a thessa snilld a netinu og vildi bara deila henni med ykkur hinum. Sem innlegg i debatt um hvad tomatur se. "Knowledge is knowing a tomato is a fruit.
Wisdom is not putting it in a fruit salad". Jæjamen! Der er JAMMEN visdom!

8/5/06 01:23  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home