Saturday, March 25, 2006

Tungumál fólks og þjóða.

Gjarnan er mönnum sagt það til hróss að þeir tali fallegt mál og stór kostur talinn vera að hafa ríkt tungumál. Þá gildir það að kunna að segja sama hlut með mismunandi, frábrugðnum og ólíkum orðum. Getur þetta líka átt við um þjóðir?
Enska tungan er sögð það tungumál sem hefur ríkasta orðaforðan (flest skráð orð) en því fer fjarri að nokkur maður með viti hálfu haldi því fram (í alvöru) að Bandaríkjamenn séu öðrum fremi hvað varðar gáfur. Sjálfsagt eru samt þessir 120.000 Súrínamar sem tala Taki-Taki hálfgerðir vitleysingjar (ef það orð er þá til í þeirra tungumáli sem ku víst einungis innihalda 340 orð).
Engu að síður má læra margt um þjóðarsálina út frá þeim orðum sem til eru í þjóðartungunni og það er sérlega hjálpsamt þegar orðið er ekki til (eða ekki notað) í öðrum tungumálum.
Sænskan inniheldur mörg svona orð og það sem mér þykir einna vænst um í dag er orðið “gråtrunka”. Skilgreiningar vil ég helst forðast enda er þetta frekar einstaklingsbundið en þegar maður kveikir á kerti, stillir fram mynd af gömlu kærustunni (sem dumpaði manni) og setur “lagið okkar” í geislaspilarann áður en maður hefst handa, þá er maður að grátrunka.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Anonymous Anonymous said...

Mikið létti mér nú um hjartarætur við það að nýr pistill birtist hér.
Gleðst núna yfir vangaveltum um orðaforða,tjáskiptaform og ólíka menningarheima.
Þökk sé þér.
Miklu skemmtilegra heldur en að spá í veðrið.
Þú ert flottur!
Áslaug
P.s. mér finnst gråtrunka flott

27/3/06 03:03  
Blogger brynjalilla said...

ja eg bara a i erfidleikum med ad losna vid tha mynd sem kemur i hausinn a mer thegar eg hugsa um ordid gråtrunka, aetla ekki sökum velsaemis og medfaeddrar blygdunarkenndar ad segja fra thessari mynd, gudminnalmattugur.

27/3/06 12:25  
Blogger Magnús said...

Grátrúnk er ákall um líknarserðingu sem aldrei verður.

27/3/06 12:41  
Anonymous Anonymous said...

Undrast eg mjög hvernig thu finnur öll thessi skrytnu ord thin Valli minn, eg hef nu buid i thessu gråtrunklandi i samtals 10 år og aldrei heyrt thetta ord.

uppahaldsordid mitt thessa daga er mesigt, komid fra mes, sem mjer finnst thyda kljent svona eins of hann tharna Jon eitthvad leikhusgagnrynandi notadi svo oft.

allt er nu mesigt,
gudi se lof ad eg se ad fara til Islands a laugardag, i sund og eta skyr ekki keselluskyrliki, og tala mitt fallega tungumal vid alla og allir skilja mig,
er stolt af thvi ad vera islendingur,
en hefur thu spad i ad thetta ord gaeti verid gråt-runka
hljomar ekki vel
ad onanera gratandi.

27/3/06 12:59  
Anonymous Anonymous said...

eg er eiginlega viss um ad thetta se fuglanafn, grå trunka, svona eins og grå mes sem hlytur ad vera mesig, hins vegar veit eg ekki hvad trunkig thydir, alla ad leita ad thvi i ordabok thegar eg kem heim

allar tilraunir minar med manna aedarnar eru ad fara fjandans til, ef einhver er med storar manna aedar sem hann/hun vill losna vid tha hafid mig i huga.
vantar aedar

toby van kenoby

27/3/06 13:09  
Anonymous Anonymous said...

grátriðið

27/3/06 14:03  
Blogger Vallitralli said...

Grå trunka? Athyglisvert já. Verst að ekkert suli vera til í sænsku sem er trunka. Gråtrunka er kannski eitthvað sem menn gera meira af hérna í gnäll-beltinu heldur en á hinu glaða Skáni.
Stór manna-æð finnst mér líka vera dónalegt. Þú ert nú meiri sóðastelpan. Ussumfuss.

27/3/06 15:30  
Anonymous Anonymous said...

Er ekki allt í lagi með ykkur

28/3/06 01:25  
Anonymous Anonymous said...

Islenskar stórhríðarkveðjur úr Snægilinu.

28/3/06 01:28  
Anonymous Anonymous said...

Ég fer í fríið, ég fer í fríið, ég fer í fríið du du du du.

29/3/06 18:04  
Blogger Vallitralli said...

og hvert á að fara í fríinu? Heimsækja Þorgeir Ástvalds kannski.

30/3/06 00:15  
Anonymous Anonymous said...

Spáðu þá bara í orðið 'susiroma' sem er víst upprunnið úr finnsku og þýðir 'rekkjunautur svo ófríður að maður nagar af sér handlegginn til að komast í burtu óáreittur daginn eftir'. Ekkert gråtrunk nauðsynlegt eftir svoleiðis.

3/4/06 23:06  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home