Thursday, March 30, 2006

Post mortem, ef einhver skyldi hafa áhuga.

Ég er búinn að fá senda frá krufningarkarli dánarorsök mannsins sem sælla minninga dó á sjálfan afmælisdaginn sinn hérna um daginn og ég, eins og þið sjálfsagt munið, gerði ódauðlegan á intersins neti.
Dánarorsök hans er skemmtilegt (eða ""skemmtilegt"" eins og þið sem hafið verið í morfís munduð segja) innlegg í stöðugar umræður um ofnotkun sýklalyfja. Hann dó vegna sýkingar í sári sem hann hafði á fætinum. Algjörlega ónauðsynlegt. Aldrei varð hann upp frá því, jafngóður í fótnum.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Anonymous Anonymous said...

En "skemmtilegt".
Á tímum framfara og vísinda er ekki gott að vera ódauðlegur maður og deyja úr "bátti á fótnum",en við fæðumst víst jú öll dauðadæmd.

30/3/06 22:09  
Blogger Magnús said...

Þið eruð ýkt skrítnir gaurar mar. Hvað næst, minnigargreinar um Wesley Willis?

31/3/06 16:32  
Blogger brynjalilla said...

blessud sé minning wesley willis, hann var mikill listamadur og mannunnandi

4/4/06 13:20  
Anonymous Anonymous said...

og datt mér þá í hug vísa...

Lömbin grísku eg má elta
alfa, beta, gamma, delta;
epsílon, zeta, eta, þeta,
á eftir í þeirra slóðir feta;
jóta, kappa, lambda lalla
leiðina upp á sama hjalla;
my og ny þá silast með xí
síðan trítla ómíkron, pí;
hró og sigma og tá þá tifa
teygir rófuna ypsílon;
fí, kí, psí vilja líka lifa
lengi er á einu von;
sum gild og feit, önnur mjó og mögur
með ómega eru þau tuttugu og fjögur.

dr. alvin

7/4/06 02:42  
Blogger Vallitralli said...

Vei !
Alltaf finnst mér nú thessi "vísa" ömurleg.

7/4/06 10:47  
Blogger Magnús said...

Vaðal hef ég um vísu eina,
vart er því að leyna.

Og botnið nú.

7/4/06 20:18  
Blogger Vallitralli said...

Magnús kvað...

Vaðal hef ég um vísu eina
vart er því að leyna

og ég botna...

Kaðal vef ég um kerlu beina
kúkur á milli hleina.

8/4/06 17:08  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home