Sunday, April 09, 2006

Norska vegakerfið.

Maður mundi ætla að Norðmenn gætu notað eitthvað af olíupeningunum sínum eða vegatollapeningunum (bomskatt) til að setja upp skilti við vegina sína. Merkilegt að keyra nokkra tugi kílómetra og vita ekki hversu hratt maður má aka, númer hvað vegurinn er eða hvert hann liggur. Enginn skortur er hinsvegar á hraðamyndavélum og skiltum sem á er skrifað: "Varúð! Bráðum kemur þú að hraðamyndavél"
Þá er gott og vænlegt til árangurs að elta einhvern bíl sem virðist vita hvert hann er að fara.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Anonymous Anonymous said...

Noregur er langt, mjótt og fremur ljótt land. Þar býr líka skrítið fólk. Skrítnara er þó fólkið sem þangað kýs að flytja.

dr. alvin

10/4/06 14:23  
Anonymous Anonymous said...

Eru ekki einu sinni norsarar við vegakantana sem hrópa hoj hoj hoj hoj hoj hoj hoj þegar maður keyrir fram hjá?

11/4/06 03:59  
Anonymous Anonymous said...

Passa sig á að vera alltaf með klink, einu sinni vorum við ekki með klink (norskt) til að borga vegaskatta og þá vorum við látin fá Gíro sem átti að borga á næstu Esso stöð eða eitthvað nema þegar við gerðum það var það bara á Esso innan ákveðins radius frá OSlo og þessar 20 kronur norskar hækkuðu því í 300 kr norskar þar sem við þurftum að greiða 280 kr norskar´hjá postinum i Sverige til að geta greitt þessar 20 kr.
skemmtileg saga þetta.
Mikið gaman í héraði, sérstaklega þegar maður fer í sjúkraflutning með obs incars herniu sem maður var búin að reyna að reponera og skilar sjúklingnum á LSP og svo kemur í ljós að hjassið á leiðinni hafði etv reponerað henni, reyndar var hann farinn að gubba svo ég held að ég hafi ´rett fyrir mér, byrjandi ileus enda ekkert prumpað í stampinn allann daginn.
bið að heilsa Orra og Þóru

þín vinkona
sem drekkur bara skyr.is,
og gerir yoga og fer i prufugreiðslur fyrir brullupið
og les bókina góðu frá Valla, sem pabbi þykist ætla að stela frá mér, en ég ætla að fela.

gúdd bæ
heja Norge

12/4/06 12:14  
Anonymous Anonymous said...

.......Jæja þeir hafa þó búið til hringtorg þó svo að þeir viti ekki hvernig á að nota þau.

12/4/06 20:36  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home