Monday, April 14, 2008

Flottar reglur í Sverige

Það er vond regla að byrja málsgreinar á það.

Það eru til margar reglur í Svíþjóð og oft eru þær kjánalegar í samhengi við aðrar reglur. T.d. er bannað að keyra fullur í Svíþjóð og þess vegna situr löggan oft um vörubílsstjóra við brúna yfir til Danmerkur. Það er nefnilega vel þekkt staðreynd að pólskir vörubílstjórar keyra mikið fullir (eins og við urðum skemmtilega vitni að þegar við vorum í Póllandi í fyrrasumar).
Þegar í ljós kemur svo að vörubílstjórarnir eru fullir eru þeir sektaðir um eitthvað ca 2-3000 SEK. Menn geta borgað strax eða fengið sendan reikning. Sænsku lögreglunni er hins vegar óheimilt að rukka inn upphæðir sem eru undir 5000 SEK á milli landa. Pólsku og fullu vörubílstjórarnir segjast þá bara ekki hafa neinn pening á sér og sleppa þannig við sektina og allir eru glaðir.
Kúl.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Anonymous Anonymous said...

Sniiiiðugt! Maður kannski hefur þetta í huga næst þegar maður fer þarna yfir!

14/4/08 20:02  
Anonymous Anonymous said...

feitt kúl

14/4/08 23:43  
Blogger brynjalilla said...

og svo þegar maður spyr afhverju er þessi regla? þá fær maður svarið jú afþví það er regla....er verið að drepa sjálfsstæða hugsun algjörlega hér í landi meðalmennskunnar?

17/4/08 09:14  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home