Tuesday, July 31, 2007

"Blogg"hlé heitir þetta víst, andlegt harðlífi og sú tilfinning að maður sé bara að sitja einn í myrkvuðu og hljóðeingruðu herbergi tuðandi við sjálfan sig og bólstraða veggina. Sjálfsagt margt verra en það.
Ingmar Bergman er allur en þó var hann ekki allur þar sem hann var séður. Einhverju sinni sagði hann: "Ég vona að ég verði aldrei svo gamall að ég verði trúaður". Hann varð það ekki heldur og dó eins og menn vita 89 ára gamall, huggun að vita að maður þarf væntanlega að verða talsvert eldri en það til að taka upp á slíku.
Annars finn ég ekki hjá mér neina innri þörf til að "blogga" og veit ekki hvað ég á segja. Hvernig "blogg" á þetta að vera?

svona?
"fór í vinnuna í dag, þar fór ég á fund og við ræddum um mismunandi aðferðir til að greina og meðhöndla sjúkdóma sem og um "vårdkädjan" sem ... blablabla". Nei

svona?
"...annars er veðrið hérna búið að vera heldur leiðinlegt" eins og veðurblogg. Nei


svona?
"hér er aldeilis mikið af gestum núna, tengdafjölskyldan mín meira og minna öll og nú er stefnt á sumarbústað undir helgarlok en þá fer ég í sumarfrí..." Nei


Þegar maður lifir lífi meðalmennskunnar, sefur, étur, skítur og vinnur þá efast ég um að nokkur hafi áhuga á því að lesa um það.

Maður gæti svo sem haldið áfram að tuða um hitt og þetta við sjálfan sig, er kannski bara ágætur í því og svo sem um nóg að tuða.

Áhorfendur upp við dogg
allir skulu rísa.
"INTERNETSINS !!" besta "blogg"
bændur fær að frísa.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Blogger Magnús said...

Þetta er einmitt fínt svona mar. Uppáhalds-"BLÖGGÏÐ" er reyndar í mínum huga það sem innihélt þessa andstraumsrunu:

Fuglaflensa, gaggalagú og páskarnir og hahaha.
Baugsmálið og málaferli og ömurlegt.
Múhameð og öfgatrú og aumingjar.
Verðbréf, Nikkei og NASDAQ og rassgat.
Vei álver meiriháttar. Nú er okkur borgið norðanmönnum.
"Raunveruleika"þættir og "the war on terrorism"
Hemmi Gunn, Rúnni Júll og Jón frá Felli.

Svo er alltaf flott að blogga um kláða í rassgati eða eitthvað lið sem rúnkar sér. Þú ferð létt með þetta.

1/8/07 10:59  
Blogger Lára said...

Aldrei er maður svikinn af ykkur hálfvitunum!!! Þið getið alltaf komið manni í annað hvort vont skap eða gott skap!
Kveðja úr Norðurárdalnum,
Lára og Bryndís

2/8/07 22:17  
Anonymous Anonymous said...

Til hammó með ammó !

Kveðja
Edda, Addi og Kolfinna

5/8/07 13:55  
Blogger Hogni Fridriksson said...

Mér finnst að þú eigir að blogga um "De e Najs" gaurinn og aðra sambærilega Svía. Sambland af "ég boraði í nefið í dag" Hemmi Gunn og Knútur og Bjössi voru í heimsókn er bara fínt. Eða þá bara að blogga um hvað það sé ömurlegt að blogga.

11/8/07 06:21  
Anonymous Anonymous said...

13.ágúst 2007
Innilegar hamingjuóskir með afmæli frumburðarins :)
Húrra húrra húrra !

Kveðja
Edda, Addi og Kolfinna göngugarpur ;)

13/8/07 18:15  
Anonymous Anonymous said...

Valur, mín vegna máttu blogga smáatriði varðandi hvernig þú sefur, étur og skítur, þú ert samt skemmtilegur. Spáðu t.d í svona: "Skeit í dag, leit ekki vel út - hann flaut ekki upp og skildi eftir pikkfasta rák í skálinni, verð að hætta í súru gúrkunum..."
Einmitt svona!

Hanna Madrilena

PS: Á þessu töfratæki þínu þar sem ég leit Andalúsíuhundinn illþolanlega, er nokkuð að finna Jodorowsky?

18/8/07 21:43  
Blogger Soar Iceland said...

Skoðaðu þessar skemmtilegu perralegu bókakápur og láttu okkur vita hvað þér fellur best.

http://www.flickr.com/photos/hangfirebooks/collections/72157601663657251/

4/9/07 12:33  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home