Friday, April 27, 2007

Kynvillingar eru líka menn.

Nú hefur þjókirkjan (sic) sýnt vilja sinn í verki og meinar samkynhneigðum mannréttindi til jafns við gagnkynhneigða. Ég skora hér með á alla þá sem skráðir eru í félagið Kúk og Piss en finnst samt að allir menn eigi að njóta sömu mannréttinda að segja sig úr Þjóðkirkjunni. Það er ekkert mál að gera þetta. Eyðublöðin sækir maður hér (fullorðnir) og hér (börn) og svo er bara að senda Þjóðskrá þetta.
Málið hefur ekkert með trú eða trúleysi að gera. Það er ekkert sem mælir með því að vera félagi í Þjóðkirkjunni, nema manni finnist kynvillingar ekki eiga að njóta almennra mannréttinda. Það verður að hafa í huga að þetta er ekki eins og hver önnur félagasamtök sem mér finnst að eigi að hafa nokkurnvegin frjálsar hendur varðandi sínar reglur heldur er þetta lögbundin kirkja ALLRA landsmanna.
Það er alveg hægt að halda áfram að trúa á guð þó maður segi sig úr þessum samtökum og ef blessun og verndun guðs er á einhvern hátt háð því í hvaða félagi maður er á finnst mér að hann/hún geti bara átt sig.

Hvað getur maður sagt um og við alla þessa 69 á kirkjuþingi sem felldu tillöguna? Ég held að Georg prins hafi orðað það best í Black Adder þáttunum hérna í gamla daga og hef engu við það að bæta: "Farðu í rass og rófu, gamli fretnagli".

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Blogger Magnús said...

Heyr, heyr! Besta lausnin væri svo að þetta trúfélag hefði ekkert með neitt annað að gera en sjálft sig og mætti þá bara vera eins forpokað og fíflalegt og það vildi. Hvað skyldu þá mörg prósent þjóðarinnar ganga í þetta félag ef allar skráningar væru þurrkaðar út og fólk þyrfti að ákveða hvort það vildi vera í trúfélagi frá eigin sannfæringu en ekki af því að það var skráð við fæðingu?
Ég er fullkomlega trúlaus og líður mjög vel með það. Mér líður líka ágætlega með að sumir telji sig fá styrk frá einhvers konar trú. Það er þessi stofnanavæðing og ójafnrétti sem er vandamálið.

27/4/07 14:10  
Anonymous Anonymous said...

Lengi lifi kynvillingarnir!

28/4/07 00:18  
Blogger Lára said...

Ég er LÖNGU búin að segja mig úr þjóðkirkjunni. Þetta eru algjörir aumingjar með hor og satt best að segja bjóst ég alveg við þessari niðurstöðu hjá þessum prestalingum. Sveiattan plús fullta af öðrum blótsyrðum!!!
P.S. Halla frænka festist ekki á filmu. Það er haldið að hún sé vampíra.

28/4/07 11:58  
Anonymous Anonymous said...

Mæltu manna best og mest.
Til að vera trú sinni sannfæringu ætti kirkjan jafnvel að taka upp galdrabrennur að nýju fyrst það er forboðið að þróa stofnunina í samræmi við sjálfsögð mannréttindi og þróun samfélagsins.
Afturhaldsseggir.
Kynvillingar rokka og þú ert flottur.
knús

28/4/07 14:39  
Blogger Hjörtur said...

ICD-9 : 302,0 - eigum við að hrinda af stað p.c.p.r. herferð fyrir því að geðhvörf séu heldur ekki sjúkdómur heldur bara mannréttindi...

29/4/07 15:14  
Anonymous Anonymous said...

eins og snytt ut ur minu litla nefi, med miklu hori

tobba tútta

mega mellur, afbrotamenn og pedophilar gifta sig i thjodkirkju Islands en ekki blessudu hommarnir eda lesbiurnar sem eru bara venjulegt saklaust folk med afbrigdilega kynhegdun?

margt er nu skrytid og öfugsnuid i thessum heimi

tobba i klobba

29/4/07 19:11  
Blogger Vallitralli said...

Hjörtur (ef það er virkilega það sem þú heitir (HJS)).
Við sem ekki erum ortópedar höfum komið okkur saman um "nýtt" greiningarkerfi sem við köllum ICD-10. Spurning að reyna að semja við yfirmanninn á deildinni þinni um að kaupa nýja greiningarbók.
Burtséð frá því þá á sjúkdómur ekki að útiloka mannréttindi.

30/4/07 08:12  
Blogger Hjörtur said...

Þetta er einmitt pointið maður! Ertu blindur (H54.0)?? Þetta er alþjóðlegt samsæri af því að það hentar ekki ríkjandi skipulagi að kynvilla sé sjúkdómur.

P.S.Ef þú ert farinn að vinna hjá Region Skåne þá veistu að það eru ekki til neinir peningar fyrir nýjum bókum.

30/4/07 18:37  
Blogger Fnatur said...

Veit einhver flottur svarið við þessari spurningu hér að neðan.
Ef maður er ekki skráður í þjóðkirkjuna verður maður þá að láta jarða sig í sínum prívat garði eða má maður samt fá að vera með í kirkjugarðapartýinu? Þarf maður kannski að kaupa sér kirkjugarðapláss á uppsprengdu verði sem refsigald af því að maður var ekki skráður í þjóðkirkjuna?
Bara forvitin.

Kveðja, Fnatz

30/4/07 19:00  
Blogger Vallitralli said...

Það er ekki bara heimilt heldur skylda að gera eitthvað við hræið.


Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu
1993 nr. 36 4. maí

I. kafli. Um greftrun líka og líkbrennslu.
1. gr. Skylt er að greftra lík í lögmætum kirkjugarði, sbr. 5. gr., eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun (bálstofu), sbr. 7. gr.


Kemur "þjóð"kirjunni ekki rass í bala við.

30/4/07 19:54  
Blogger Vallitralli said...

Hjörtur, skilgreining á sjúkdómi er ekki svo voðalega auðveld en hún kemur málinu bara ekkert við. Jafnvel þó svo að ríkjandi skipulag (hvað svo sem það nú er) hafi myndað með sér alþjóðlegt samsæri (?) um að kynvilla sé ekki sjúkdómur. Það hefur bara ekkert með málið að gera.

Segðu mér svo, eru einhver rök til sem mæla með því að vera félagi í Þjóðkirkjunni (les. Félaginu Kúk og Piss)?

30/4/07 20:02  
Blogger Fnatur said...

júhúuuu lengi lifi Shjemmi.

30/4/07 20:23  
Blogger Hjörtur said...

Gvöð nei það er fullkomin rökleysa að vera með í Þjóðkirkjunni. Mér finnst endilega að allir sem hafa bæði vilja og nennu til, eigi að drulla sér þaðan út hið fyrsta. Hins vegar finnst mér að þeir eigi að gera það af svo heilum hug að þeim gæti ekki verið meira sama hvað fram fer á fundum þess félags. Ég fæ alltaf pínu bjánahroll þegar fólk algjörlega gagntekið af innri málefnum félags sem það er ekki meðlimur í. Kynvillingarnir sem um ræðir eru þó það heilir í sinni sannfæringu að þeir vilja þó aðlaga klúbbinn að sínum raunveruleika. Þetta er svona eins Gaui Kidda Agg agg agg eða hvað hann er nú kallaður af vinum og vandamönnum væri að missa svefn yfir deilum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Það þyrfti mikið til að ég myndi segja mig úr Þjóðkirkjunni, ég myndi meira að segja vera um kyrrt ef það yrði farið að gifta kynvillinga.

Reyndar verð ég að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um það hvort ég er í Þjóðkirkjunni núna með breyttri búsetu, en þar ert þú nú sennilega fróðari en ég.

30/4/07 22:07  
Anonymous Anonymous said...

Ætli maður fari ekki yfir í Ásatrúna þar sem allir eru jafnir

30/4/07 22:30  
Blogger brynjalilla said...

Eg er búin að vera að velta þessu fyrir mér hver ástæðan sé að mér finnst nauðsynlegt að tilheyra einhverju trúfélagi. Er búið að innprenta í mig að ég og mínir hljóti ekki blessun guðs nema tilheyra trúfélagi sem aðhyllist hann? Þvílík mótsögn þar sem kristnin boðar kærleika milli fólks. Ætli mér muni finnast ég aðskotahlutur ef ég held áfram að fara í kirkju á jólunum ef ég segi mig úr þjóðkirkjunni? Eða mun ég kveljast vegna mótsagnarinnar í sjálfri mér að mæta í partý þar sem ég veit að fólki er mismunað vegna kynhneigðar? mér finnst þetta erfið ákvörðun og er ósátt við það hversu mikla tryggð ég virðist sýna þessari stofnun sem mismunar fólki og brýtur á mannréttindum... en ég vissulega er að berjast við þessa innrætingu mína. Er núna mikið að velta fyrir mér að segja mig úr íslensku þjóðkirkjunni en segja mig í þessa sænsku sem gerir ekki greinarmun á fólki og fólki svo best ég veit.

1/5/07 11:40  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home