Wednesday, March 14, 2007

Til hamingju með daginn!

Vil bara minna á pí-daginn sem er einmitt í dag, skemmtileg tilviljun.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Anonymous Anonymous said...

Jú þakka þér fyrir sömuleiðis.
Er búin að bíða lengi eftir þessum degi.
i tilefni dagsins ríkir hér mikill fögnuður og gleði. Á borðum í kvöld verður kjúklingasúpa með tölustöfum úr pasta.
Þú ert flottur.
knús

14/3/07 13:43  
Anonymous Anonymous said...

já ég er nú svo mikill dóni að ég hélt að þú ættir víð píxxx daginn

Annars er nú held ég svoleiðis dagur hér í dag.... http://www.vdagur.is/Images/v-dagur2007.pdf

15/3/07 12:17  
Anonymous Anonymous said...

Bara að láta þig vita að ég geymi handa þér stafasúpu.
Þú rokkar.

15/3/07 23:22  
Blogger Fnatur said...

Uppáhalds dagurinn minn. Gaman gaman.

20/3/07 22:58  
Anonymous Anonymous said...

ARRRG! Ég missti af honum! Skrambinn!

22/3/07 16:23  
Anonymous Anonymous said...

Held að ég geti ekki beðið með stafasúpuna lengur, hún er eiginlega orðin dálítið ólystug.
sorry en þú ert enn flottur.
knús

22/3/07 22:49  
Anonymous Anonymous said...

Valli minn. Þú safnar nú svona skemmtilegum sögum af sænska kerfinu. Hér kemur ein.

Þetta er reynsla okkar hjóna af sænska Försäkringskassanum eftir að Andri sleit hásinina í haust. Hann var sjúkraskrifaður í 3 mánuði en eins sönnum Íslendingi sæmir þá var hann mættur í vinnuna eftir 2-3 vikur. Hann fékk pappíra til að fylla út, skrifaði þar þann tíma sem hann var í burtu og sendi með læknisvottorðið til staðfestingar. Tveimur vikum seinna fékk hann greiðslu vegna 5 daga fjarveru sem gat alveg passað þar sem vinnuveitandi greiðir fyrstu tvær vikurnar. Mánuði síðar fékk hann hins vegar senda ávísun frá Försäkringskassan fyrir mánaðarfjarveru og þá varð okkur ljóst að eitthvað hafði klikkað í kerfinu. Andri hringdi til að leiðrétta þennan misskilning og var skammaður heiftarlega af þjónustufulltrúanum fyrir að hafa ekki látið vita fyrr að hann væri í vinnu og ekki var hlustað á útskýringar um að hann hefði gert það strax í umsókninni. Ávísunina innleystum við ekki og héldum að þar með væri málið úr sögunni (sénsinn, við erum í Svíþjóð, ekki gleyma því).

Í síðustu viku fengum við svo bréf, þar sem Andri var krafinn um rúmar 27 þús sænskar í endurgreiðslu en hann var NB búinn að fá greiddar heilar 2995 kr. frá Försäkringskassanum. Ég notaði frídaginn minn til að heimsækja indælismann sem vinnur við að innheimta ofgreiðslur. Ég afhenti honum óinnleystu ávísunina og fékk hann til að skoða pappírana almennilega og sjá að umsóknin hefði verið rétt frá byrjun. Hann viðurkenndi það að þeir hefðu ekki skoðað umsóknina heldur aðeins litið á læknisvottorðið. Við komum okkur saman um að hann fengi að halda ávísuninni en ég myndi bara breyta upplýsingum á skattframtalinu og svo myndi hann rukka mig um ofgreiðslu vegna eins dags því hann hélt því fram að Andri hefði skrifað að hann hefði komið aftur til vinnu á sunnudegi en ekki mánudegi eins og raunin var.

Þessi indæli maður hringdi síðan núna í morgunsárið og tilkynnti mér að þrátt fyrir að feillinn væri Försäkringskassans þá gengur lausnin, sem við fundum á föstudag, ekki upp. Við þurfum því að endurgreiða Försäkringskassan alla upphæðina (mínus ávísunina sem ég skilaði), þar með talinn skattinn sem haldið var eftir og við fengum aldrei greiddan, eða samtals 10 þús sænskar krónur. Ofgreidda skattinn fáum við svo til baka í ágúst.

Vonandi verðum við nú frísk áfram en ef ekki þá verður nú frekar hert sultarólin heldur en að reyna að fá péning frá sænska ríkinu.

26/3/07 12:02  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home