Monday, December 18, 2006

"Man...fall down ... funny" (HJ Simpson)

Frosti benti mér á þessa alveg hreint mögnuðu frétt. Alveg er það rosalegt hvað fólk er farið að detta núna. Hvort ætli um sé að kenna hvalveiðum, virkjunum, álverum eða gróðurhúsaáhrifum?
Þarna hefðu hjálmar sjálfsagt bjargað miklu, við þurfum lög sem banna alla íþróttaiðkun og útiveru án hjálma. Svo er sagt að flest slys og nauðganir gerist í heimahúsum. Banna þarf fólki að vera heima hjá sér.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Anonymous Anonymous said...

Mér fyndist að það ætti að setja lög sem banni konum eldri en 75 ára að fara á reiðhjól eftir að rökkva tekur (og yfir höfuð fara fram úr rúminu) nema þær hafi farið í og staðist beinþéttni-mælingu. Það væri kúl-sænskt.
Hjörtur

18/12/06 22:47  
Anonymous Anonymous said...

Var að finna síðuna þína, frábær umfjöllum um málefni líðandi stundar eins og við var að búast. En ég sakna þess að ekki er minnst á vin þinn hann String-Emil....

Kveðja frá Sjúkrahúsinu í Hálsaskógi..... Ása

19/12/06 21:15  
Blogger Magnús said...

Það mætti líka kenna ósænskum almúganum að fíla Arne Anka.

20/12/06 11:36  
Blogger Magnús said...

Það mætti líka kenna ósænskum almúganum að fíla Arne Anka.

20/12/06 11:38  
Blogger Hogni Fridriksson said...

Vá þessi frétt er næstum því jafn merkileg og þegar mogginn greinir frá því að keyrt hafi verið á kind einhverstaðar í rassgati.

20/12/06 19:14  
Blogger Hogni Fridriksson said...

Hver í andsk. er Arne Anka? Ég man eftir Kalle Anka en hver er Arne?

20/12/06 19:14  
Blogger Orri Ingþórsson said...

Sammála! Já alveg hjartanlega sammála!

20/12/06 22:13  
Blogger Vallitralli said...

Arne Anka er sænsk teiknimyndafígúra. Póstmódernísk fyllibytta sem líkist Kalle Anka sem varð þess valdandi að Disney kærði teiknarann en varð ekki kápan úr því klæðinu.
Arne er frekar svartsýnn (lesist: raunsær) og veit sem er að flestir eru hálfvitar. Hann er að mestu leyti ófyndinn en samt finnst mér eitthvað heillandi við þessa einu bók sem ég á með honum, kannski eru það setningar eins og :"Den som kan vara glad i dagens läge är en fiende till allt vad intelligens heter" og "Faran med alkoholen är att man blir lycklig av den, och den som är lycklig behöver inte dricka. Därför gäller det att dricka sig så full att man inte minns att man varit lycklig, så att man kan börja igen nästa dag."

Arne var í gangi á árunum 83-95 eða eitthvað svoleiðis en hefur svo nýverið fengið kommback í skeiniblaðinu dagens arbete. Áhugasamir geta kíkt á hann hér.

21/12/06 00:12  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home