Saturday, February 24, 2007

Baðstuð

Í Örebro er eitthvað til sem þeir kalla "upplifunarbað", þangað inn borgar maður rúmar 100 SEK og er innanhúss og þar eru rennibrautir og McDonalds. Á meðan á dvöl okkar í Lund hefur staðið höfum við Sveinbjörn tvisvar farið í annarskonar bað. Það kalla menn "kallbad" en er hinsvegar mun meiri upplifun en hitt. Við fórum sum sé í sjóinn, allkaldan, og svo í gufubað á víxl. Gufubaðið er "nakenbastu" og einna skemmtilegasta upplifunin var gaurinn sem kom með öxi með sér og talaði samhengislaust um leiguhúsnæði og snjómokstur. Nakinn maður sem gengur upp að manni þar sem maður er að baða sig nakinn og segir: "Þessa öxi tók ég með mér til að nota á þá sem hafa ekki borgað sig inn" og babblar svo eitthvað tiltölulega samhengislítið á skænsku er sko "upplevelse" og ekki McDonalds.
Reyndar þegar ég klöngraðist niður ísilagðar tröppurnar til að dýfa siginni vömbinni í saltan (og fremur kaldan) sjóinn sá ég mögulega ástæðu mannsins fyrir að taka með sér öxi...en samt...
Manni varð ósjálfrátt hugsað til gufubaðsleiksins skemmtilega "Pekka" nema þá átti maður að nota hníf en öxi virkar sjálfsagt alveg eins vel.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Anonymous Anonymous said...

brrrrrr

Þú færð mig seint með þér í þetta. Vona bara að maður fái að koma í heimsókn án þess að prófa. Nema náttúrulega að þetta sé í "bakgarðinum" hjá þér og við náum sömu stemningu og á trampólíninu hér um árið...

25/2/07 21:57  
Blogger Magnús said...

Pant vera með! Förum með gettóblaster!

25/2/07 23:23  
Blogger Fnatur said...

Ég fæ nú bara kuldahroll við það eitt að lesa þetta.
Eru svona böð ekki bara fyrir ofursvala kynvillinga?

26/2/07 19:49  
Anonymous Anonymous said...

Kannski hefur maðurinn horft einum of oft á myndina shining.
Í gamla daga stundaði ég sjóböð af miklum móð en ekki minnist ég þess að þar hafi verið menn með axir. Kannski einstaka maður að ganga um bryggjuna með sting eða gogg í höndum, nei alveg örugglega aldrei öxi. Þeir voru líka alltaf í fötum, aldrei naktir. Merkilegt.
Þú ert flottur og bestastur.
knús

27/2/07 02:15  
Blogger brynjalilla said...

Mig langar í sjóbad og meiri steina

27/2/07 12:52  
Anonymous Anonymous said...

ég er á leidinni í sjóbad a föstudag og aetla ad synda lengi og lengi, enda ekki minni manneskja en V og S
tobba

27/2/07 19:24  
Anonymous Anonymous said...

he he afdrifarík þessi setning "ég er svöng mig langar í fleiri steina"

28/2/07 23:55  
Blogger brynjalilla said...

ah aslaug mer finnst svo saett ad thu skiljir merkingu steinanna í lífi okkar Vals. Tobba ég vil koma med í sjóbad, eg aetla samt ekki ad vera lengi lengi.

1/3/07 10:56  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home