Saturday, March 31, 2007

FOKKUM BIRNI, EKKI HÓRUM !

"Breytingarnar, sem gerðar eru á 206. gr. almennra hegningalaga felast í því, að það að stunda vændi sér til framfærslu er gert refsilaust."

"Að láta eins og niðurfelling þessarar refsingar hvetji til þess, að hér verið opnuð vændishverfi er að sjálfsögðu fráleitt, fyrir utan þá staðreynd, að árvökul borgar- og bæjaryfirvöld hafa að sjálfsögðu í skipulagsvaldi sínu að ákveða, hvaða starfsemi er stunduð á þeirra skipulagssvæðum - ef þau sofna á verðinu er unnt að grípa til örþrifaráða eins og á móti spilasalnum í Mjóddinni."

"Miklar umræður spunnust meðal nefndarmanna um það hvort rétt væri að áskilja það að kaup á vændi væru refsinæm eins og lagt hefur verið til í þingmálum sem áður hafa komið til meðferðar nefndarinnar, svokölluð „sænsk leið". "

"Þingmönnum var frá upphafi ljós andstaða mín við sænsku leiðina. Sú leið hefur þó þá ótvíræðu annmarka að hún færir vændið af götunum niður í undirheimana og að einhverju leyti yfir á veraldarvefinn og gerir það þannig ósýnilegra. "

"vændi er félagslegt vandamál og efast verður um að það verði leyst með refsingum."


Maðurinn er hálfviti og má gjarnan fá niðurgang mín vegna.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Anonymous Anonymous said...

teku undir með skáldinu sem mælti:

Landfastur hafís
í hausnum

Víkingahróp vöðvafjöll
fegurðarstreita
og hreinleikasíbyljan

Öskrandi bergmálslaust
smáþjóðarvíti.

31/3/07 08:15  
Blogger Magnús said...

Það var ágætlega skáldmælt. Hver orti?

31/3/07 22:11  
Anonymous Anonymous said...

Sama skáld kvað einnig:

ég ætla hrópa svívirðingar
til skýjanna
sama þótt ég verði kallaður
þorpsfíflið
það er hvort sem er nóg
af þeim hér í þessu
eilífskýjaða þorpi
grásteinsvíti
rökhyggjurifrildis

Sigurður Pálsson: Ljóðorkusvið

31/3/07 22:28  
Blogger Magnús said...

Ég stórefa að Sigurður þjáist af þeirri að-leti sem birtist í fyrstu línunni.

1/4/07 01:01  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home