Tuesday, April 10, 2007

Nýkominn frá Egyptalandi.

Magnað, fór á söfn og skoðaði helling af gömlu og brotnu dóti og þótti merkilegt að sjá hvernig gamla trúin þarna rann saman við grikkina, rómverja, kristnina og islam. Legsteinar með táknmyndasamkrulli úr öllu þessu.
Svo fer maður að spá í það að kannski var það bara þarna sem allar þessar gömlu trúr runnu saman (syncretism er orð dagsins) og úr því varð kristnin og svo islam. Það held ég barasta. Það er löngum vitað að til að stjórna landi þurfa íbúarnir að hafa sömu trú og stjórnandinn, annars hefur hann enga stjórn á þeim.

Fúlt þótti mér að hvergi var hægt að kaupa vindla Faraós, bara vindla Castrós.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir frábæra viku gamli minn. Fróðlegt að fá þessa grein senda frá þér í dag um hunda prinsins he he.. kv Þórdís

10/4/07 17:53  
Anonymous Anonymous said...

Elsku trallinn minn velkomin heim.
Það má nú sætta sig við vindla Castrós svona í harðindum.
Vildi svo hafa verið með þér að skoða gamalt og brotið dót.
Mátti taka brot með sér heim?
En hvað er þetta með hunda prinsins, er ég að missa af einhverju?
knús

12/4/07 15:42  
Anonymous Anonymous said...

Langaði bara að segja þér frá því að Rúnni Júl á afmæli í dag (13. apríl) Hann er 62 og sér ekki á honum sko ;)

Kveðja
Ed

13/4/07 12:08  
Blogger Fnatur said...

Velkomin aftur til Sveeeen. Magnað myndir sem kerlingin þín setti á bloggið sitt. Bara til hamingju með lífið.

Kær kveðja, Fnatz

15/4/07 04:16  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home