Wednesday, May 02, 2007

GETRAUN

Hver er/var maðurinn?

Hann fæddist 25. desember.
Hann var eingetinn.
Hann ferðaðist um ásamt 12 lærissveinum.
Stundum gerði hann kraftaverk.
Hann var m.a. kallaður "góði hirðirinn" og "vegurinn, sannleikurinn og ljósið".
Hann mælti með því að fólk skyldi drekka blóð hans og éta hold hans.
Hann var tekinn af lífi eftir sína síðustu kvöldmáltíð.
Hann var grafinn en reis á 3. degi aftur upp frá dauðum (þetta gerðist um miðjan apríl).
Nokkru eftir fráfall hans var honum reist hof þar sem nú heitir Vatíkanið.

Einhver sem veit?
Nokkuð erfið þessi.







Ef ekki þá koma loka vísbendingirnar.

Hann fæddist í Persíu fyrir ca 4000 árum og nafn hans byrjar á M.

<$I18NNumbelgsyrði$>:

Anonymous Anonymous said...

Skemmtilegir íþróttaleikar,

nú: taldi ekki Aristotelles að hvílan væri hið náttúrulega ástand, meðan Galilei taldi hreyfinguna vera náttúrulegt ástand? Nú svo kom Newton með enn eitt fyrirbærið, sem ég skil sossum ekkert í. En, eins og vísindi þróast, þróast trúarbrögð. Enn eru til þeir þjóðflokkar sem telja það að fæðast með tönn sé dauðasök og beri að henda því barni fram af næsta kletti. Þjóðkirkjan með sína rikisstarfsmenn innanborðs er tákn um gamla tíma, en eins og vísindin þurfa tíma, þurfa trúarbrögð tíma til að losa sig við fordóma og hræsni. Það að mála trúarbröð svona hraustlega út í horn, verður til þess að þau taka að einangrast, herðast í fordómum sínum og að lokum elska sjálft sig mest af öllu. Ég minni á að þó ekki séu til ein "rétt" og algild trúarbrögð, þá er einhver sannleikur í þeim flestum.

2/5/07 14:12  
Blogger Vallitralli said...

Já en hver er maðurinn ?
þetta var getraun sko.

2/5/07 14:34  
Blogger Hogni Fridriksson said...

Múhammeð

2/5/07 14:51  
Blogger Vallitralli said...

Ekki var það Múhammeð.

2/5/07 15:08  
Blogger Magnús said...

Þetta er Míþras. Allir skynsamir menn trúa sögunum af honum eins og nýju neti og breyta í samræmi við kenningar hans, hverjar sem þær nú voru.

2/5/07 15:47  
Blogger Vallitralli said...

We have a weiner!

Látum liggja á milli hluta að maðurinn/guðinn hafi heitið Míþra og Míþras sé seinni tíma umbreyting Grikkja, þýtt og staðfært.

Svona smámunir eiga ekki að firra menn því að vera hylltir sem þeir sigurvegarar sem þeir eru.

2/5/07 16:06  
Blogger Hjörtur said...

Reymond Rainman mættur í svaðið! Ég vona bara að fjölmiðlar komist aldrei að þessu það gætu orðið endalok vestrænnar siðmenningar eins og við þekkjum hana!

2/5/07 20:50  
Blogger Fnatur said...

Ég sem ætlaði að veðja á að þetta væri Memmi Gunn.

2/5/07 21:36  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home