Wednesday, June 07, 2006

Það er gaman að lesa þetta. Blessuð reiða hugsjónaspíran sem skrifar í einfeldni sinni eitthvað áróðursrit en auðveldlega er nú hægt að leiðrétta manninn, enda kurteis að upplagi.
Eins og við öll vitum þá eru virkjanir og álver atvinnuskapandi og ýta undir hina ýmsustu fjölbreytta starfsemi sem og þjónustustörf.

Nei kannski maður fljóti bara þegjandi og sofandi að feigðarósi (verður stöðugt auðveldara að finna slíka ósa á landinu) og flissi yfir Borat í staðinn fyrir að vera reiður.

Tuesday, June 06, 2006

Hexakosioihexekontahexaphobia er orð dagsins. Já mikil skelfing er þetta nú merkilegt.

Saturday, June 03, 2006

Ég er alveg brjálaður núna!

Drullaðist loksins til að lesa Draumalandið á enda í sældinni hér á Húsavík (sem by the way á að fara að rústa með fleiri tonnum af rauðri drullu og viðbjóði, fylltri eiturefnum sem hjáframleiðsla við fyrirhugaðan áliðnað sem svo sannarlega "mun redda okkur fleiri störfum en ... blablabla..."). Fylltist reiði, gremju og vonleysi. Er einhver leið að stoppa þetta? Var farinn að spá í það sjálfur jafnvel að fara og sprengja draslið við Kárahnjúka eins og Mývetningar gerðu forðum og tókst þannig að bjarga sinni heimabyggð. Ég kann bara ekkert með svoleiðis að fara og svo vill maður líka drepa sem fæsta, en eitthvað verður að gera. Ekki dugar að mótmæla, slíkt gleymist í lögreglurannsóknum hæstvirtra ráðskvenna á morðhótunum. "Olof Palme Íslands". Er næstum farinn að hugsa eins til Valgerðar eins og Friðrik pabbi hans Högna um Olof Palme. Þetta er auðvitað ekki henni að kenna en maður vill alltaf einhvern sem hægt er að benda á. Það er svo erfitt að vera í stríði og mótmæla ef maður á engan skilgreindan og helst sýnilegan óvin en eitthvað verður að gerast.
Prófa að skrifa bréf til Ögmundar og Steingríms og spyr þá hvort maður geti treyst því að fái þeir að stjórna landinu lofi þeir því að stöðva þessa óværu, ef svarið verður jákvætt þá er ég jafnvel tilbúinn að ganga í flokkinn og bera út blöð og standa og gefa börnum pylsur og nælur. Smyrja flokksvélina með eigin svita og smjaðri. Það er lágt lagst en ÉG VERÐ AÐ GERA EITTHVAÐ.
Ég hélt að ég hefði læknast af allri vinstrihneigð í kommúnistalandinu aflanga eftir ársbaráttu við kerfið þar en var ekki búinn að vera hér lengi þegar ég sá að þetta virðist vera eina leiðinn. Alveg sama varðandi öll önnur stefnumál, þetta er bara of mikilvægt. Núverandi ráðamenn daðra við hættulegustu fyrirtæki heims og lofa að gefa þeim landið í staðinn fyrir nokkur störf. 13 ára skólastelpur að reyna við Mike Tyson.
Hvað getum við, hugsandi fólk sem þó situr á sínum rassi, eiginlega gert og svarið nú? (sagði hann og hvíslaði spurninguna að hljóðeinangruðum vegg í myrkvuðu herbergi og heyrði ekki spurninguna einu sinni sjálfur).