Friday, September 28, 2007

Rauður dagur.


Ég klæðist rauðu í dag, býst nú samt ekki við því að fasistarnir í Myanmar (les. Burma) láti sér það að kenningu verða og fari að haga sér skikkanlega.

Tuesday, September 25, 2007

Írak sökkar

Ömurlegt að vera 24 ára og vera bundinn í stól og snúið upp á fótinn á manni til að slíta sundur fremra krossbandið.
Bíðum nú eftir landvistarleyfi til að geta gert eitthvað.

Thursday, September 20, 2007

Rassgatsnudd enn á ný.

Gaman að segja frá því að Rassanuddslæknirinn er enn á ný kominn til starfa. Væntanlega verður það Ísland næst.

Wednesday, September 12, 2007

Geir Jón (hverskonar nafn er nú það?)

Trúboðar gætu leyst miðbæjarvandann í höfuðborginni að sögn trúarofstækisrugludallsins. Þó svo sjálfsagt sé nóg til af sjálfskipuðum heittrúuðum borgarbjörgurum þá held ég að réttara væri að nýta sér tæknina á tíðum fjárskort og manneklu. Fyrst pappalöggurnar virkuðu svona rosalega vel á Reykjanesbrautinni þarna um árið hví ekki að notast við pappatrúboða í miðborginni. Hér er mín hugmynd að útlitinu. Þakklátur ábendingum.

Tuesday, September 04, 2007

Í Tékklandi ku búa og starfa um 20.000 mellur, svei mér ef við keyrðum ekki framhjá rúmlega fjórðungi þeirra þegar við ókum inn í Tékkland í gegnum Teplice. Vinalegt að sjá þær standa á nærklæðunum í vegakantinum þar sem bílastæðin voru stór og full flutningabíla sem höfðu stoppað svo bílstjórinn gæti fengið sér bjór "og svolítið kannski saman við sem til frásagnar ekki er fallerí fallera fallerí fallirallirallira".

Þegar við svo þræddum einhverja ömurlega sveitavegi (þökk sé John Cleese) á eftir fullum vörubílstjóra frá Tékklandi til Póllands tók ekki betra við. Fyrsta stopp í Póllandi var í ljótasta bæ sem var fullur var af því ljótasta fólki sem ég hef séð. Því miður veit ég ekki nafn bæjarins en mér þykir líklegt að þetta hafi verið Nowa Ruda. Við sáum reyndar ekki nema lítinn hluta bæjarins og vonandi var þetta bara einhver annar bær þar sem illt er að vita að svona illa sé komið fyrir heimabæ Franz von Eckert sem samdi svo eftirminnilega lagið við japanska þjóðsönginn.