Thursday, April 17, 2008

Brjálæðingur


Tekið skal fram til að forðast lögsóknir að myndin er ekki tekin í Svíþjóð.

Monday, April 14, 2008

Flottar reglur í Sverige

Það er vond regla að byrja málsgreinar á það.

Það eru til margar reglur í Svíþjóð og oft eru þær kjánalegar í samhengi við aðrar reglur. T.d. er bannað að keyra fullur í Svíþjóð og þess vegna situr löggan oft um vörubílsstjóra við brúna yfir til Danmerkur. Það er nefnilega vel þekkt staðreynd að pólskir vörubílstjórar keyra mikið fullir (eins og við urðum skemmtilega vitni að þegar við vorum í Póllandi í fyrrasumar).
Þegar í ljós kemur svo að vörubílstjórarnir eru fullir eru þeir sektaðir um eitthvað ca 2-3000 SEK. Menn geta borgað strax eða fengið sendan reikning. Sænsku lögreglunni er hins vegar óheimilt að rukka inn upphæðir sem eru undir 5000 SEK á milli landa. Pólsku og fullu vörubílstjórarnir segjast þá bara ekki hafa neinn pening á sér og sleppa þannig við sektina og allir eru glaðir.
Kúl.

Friday, April 11, 2008

SÁ FEITI

Reglur um hópavinnu og önnur verkefni

1. þar sem 3 eða fleiri koma saman til að vinna að sameiginlegu markmiði skal jafnan sá sem er þeirra feitastur útnefnast sem foringi.
2. Foringinn skal kallast "Sá Feiti".
3. Komi upp ágreiningur um hver sé feitastur skal ummál búks í naflahæð ráða.
4. Sá Feiti á að jafnaði að sitja og segja hinum fyrir verkum.
5. Best er að sá Feiti hafi einhvers konar hatt og lurk til að auka líkurnar á að undirsátar hans taki mark á honum.