Friday, April 27, 2007

Kynvillingar eru líka menn.

Nú hefur þjókirkjan (sic) sýnt vilja sinn í verki og meinar samkynhneigðum mannréttindi til jafns við gagnkynhneigða. Ég skora hér með á alla þá sem skráðir eru í félagið Kúk og Piss en finnst samt að allir menn eigi að njóta sömu mannréttinda að segja sig úr Þjóðkirkjunni. Það er ekkert mál að gera þetta. Eyðublöðin sækir maður hér (fullorðnir) og hér (börn) og svo er bara að senda Þjóðskrá þetta.
Málið hefur ekkert með trú eða trúleysi að gera. Það er ekkert sem mælir með því að vera félagi í Þjóðkirkjunni, nema manni finnist kynvillingar ekki eiga að njóta almennra mannréttinda. Það verður að hafa í huga að þetta er ekki eins og hver önnur félagasamtök sem mér finnst að eigi að hafa nokkurnvegin frjálsar hendur varðandi sínar reglur heldur er þetta lögbundin kirkja ALLRA landsmanna.
Það er alveg hægt að halda áfram að trúa á guð þó maður segi sig úr þessum samtökum og ef blessun og verndun guðs er á einhvern hátt háð því í hvaða félagi maður er á finnst mér að hann/hún geti bara átt sig.

Hvað getur maður sagt um og við alla þessa 69 á kirkjuþingi sem felldu tillöguna? Ég held að Georg prins hafi orðað það best í Black Adder þáttunum hérna í gamla daga og hef engu við það að bæta: "Farðu í rass og rófu, gamli fretnagli".

Tuesday, April 17, 2007

Hitti bleijumanninn aftur í dag. Hann var hinn hressasti og það gengur vel hjá honum bara, gaman að því.

Tuesday, April 10, 2007

Nýkominn frá Egyptalandi.

Magnað, fór á söfn og skoðaði helling af gömlu og brotnu dóti og þótti merkilegt að sjá hvernig gamla trúin þarna rann saman við grikkina, rómverja, kristnina og islam. Legsteinar með táknmyndasamkrulli úr öllu þessu.
Svo fer maður að spá í það að kannski var það bara þarna sem allar þessar gömlu trúr runnu saman (syncretism er orð dagsins) og úr því varð kristnin og svo islam. Það held ég barasta. Það er löngum vitað að til að stjórna landi þurfa íbúarnir að hafa sömu trú og stjórnandinn, annars hefur hann enga stjórn á þeim.

Fúlt þótti mér að hvergi var hægt að kaupa vindla Faraós, bara vindla Castrós.