Saturday, February 24, 2007

Baðstuð

Í Örebro er eitthvað til sem þeir kalla "upplifunarbað", þangað inn borgar maður rúmar 100 SEK og er innanhúss og þar eru rennibrautir og McDonalds. Á meðan á dvöl okkar í Lund hefur staðið höfum við Sveinbjörn tvisvar farið í annarskonar bað. Það kalla menn "kallbad" en er hinsvegar mun meiri upplifun en hitt. Við fórum sum sé í sjóinn, allkaldan, og svo í gufubað á víxl. Gufubaðið er "nakenbastu" og einna skemmtilegasta upplifunin var gaurinn sem kom með öxi með sér og talaði samhengislaust um leiguhúsnæði og snjómokstur. Nakinn maður sem gengur upp að manni þar sem maður er að baða sig nakinn og segir: "Þessa öxi tók ég með mér til að nota á þá sem hafa ekki borgað sig inn" og babblar svo eitthvað tiltölulega samhengislítið á skænsku er sko "upplevelse" og ekki McDonalds.
Reyndar þegar ég klöngraðist niður ísilagðar tröppurnar til að dýfa siginni vömbinni í saltan (og fremur kaldan) sjóinn sá ég mögulega ástæðu mannsins fyrir að taka með sér öxi...en samt...
Manni varð ósjálfrátt hugsað til gufubaðsleiksins skemmtilega "Pekka" nema þá átti maður að nota hníf en öxi virkar sjálfsagt alveg eins vel.

Wednesday, February 14, 2007

Hvernig var þetta nú aftur, dó ekki Halldór Laxness líka 8. febrúar?
Spyr sá sem ekki veit. INTERNETIÐ !! veit þetta náttúrulega, best að gá.
...
jú mikið rétt. Bæði kölluðu sig öðru nafni en þeim var upphaflega gefið.

Tilviljun?
Post hoc ergo propter hoc?

Skrítnari hlutir hafa nú gerst eins og Anna hefur sjálf sagt frá: "A ghost, hung like a horse, an f-in HUGE horse, would crawl up my leg and have sex with me at an apartment a long time ago in Texas...I was freaked out about it, but then I was like, Well, you know what? He's never hurt me and he just gave me some amazing sex, so I have no problem. "

Tuesday, February 13, 2007

Mongólítarapp

Snjalli mongólítinn með nýtt hressandi lag. Vinsælt í Svíþjóð um þessar mundir og engan þarf að undra.