Tuesday, July 31, 2007

"Blogg"hlé heitir þetta víst, andlegt harðlífi og sú tilfinning að maður sé bara að sitja einn í myrkvuðu og hljóðeingruðu herbergi tuðandi við sjálfan sig og bólstraða veggina. Sjálfsagt margt verra en það.
Ingmar Bergman er allur en þó var hann ekki allur þar sem hann var séður. Einhverju sinni sagði hann: "Ég vona að ég verði aldrei svo gamall að ég verði trúaður". Hann varð það ekki heldur og dó eins og menn vita 89 ára gamall, huggun að vita að maður þarf væntanlega að verða talsvert eldri en það til að taka upp á slíku.
Annars finn ég ekki hjá mér neina innri þörf til að "blogga" og veit ekki hvað ég á segja. Hvernig "blogg" á þetta að vera?

svona?
"fór í vinnuna í dag, þar fór ég á fund og við ræddum um mismunandi aðferðir til að greina og meðhöndla sjúkdóma sem og um "vårdkädjan" sem ... blablabla". Nei

svona?
"...annars er veðrið hérna búið að vera heldur leiðinlegt" eins og veðurblogg. Nei


svona?
"hér er aldeilis mikið af gestum núna, tengdafjölskyldan mín meira og minna öll og nú er stefnt á sumarbústað undir helgarlok en þá fer ég í sumarfrí..." Nei


Þegar maður lifir lífi meðalmennskunnar, sefur, étur, skítur og vinnur þá efast ég um að nokkur hafi áhuga á því að lesa um það.

Maður gæti svo sem haldið áfram að tuða um hitt og þetta við sjálfan sig, er kannski bara ágætur í því og svo sem um nóg að tuða.

Áhorfendur upp við dogg
allir skulu rísa.
"INTERNETSINS !!" besta "blogg"
bændur fær að frísa.

Monday, July 02, 2007

Blessuð sé minning hans.