Monday, December 18, 2006

"Man...fall down ... funny" (HJ Simpson)

Frosti benti mér á þessa alveg hreint mögnuðu frétt. Alveg er það rosalegt hvað fólk er farið að detta núna. Hvort ætli um sé að kenna hvalveiðum, virkjunum, álverum eða gróðurhúsaáhrifum?
Þarna hefðu hjálmar sjálfsagt bjargað miklu, við þurfum lög sem banna alla íþróttaiðkun og útiveru án hjálma. Svo er sagt að flest slys og nauðganir gerist í heimahúsum. Banna þarf fólki að vera heima hjá sér.

Sunday, December 17, 2006

Vaktmaðurinn.

Sit hér á vaktinni, færibandavinna. Sjúklingar á korters fresti fá 8 í morgun til kl 16. Kannski korter í matartíma.
Mest litlar stelpur með eyrnabólgu í dag og ég er kallaður "farbror doktorn" sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka. Hljómar pínu barnapervertalega finnst mér. "Nu skall snälla farbor doktorn göra..." segja mömmurnar hver í kapp við aðra þegar stúlkurnar eru leiddar grátandi inn.
Stúlkurnar fá svo hring og meðal og fara glaðar.

Tuesday, December 12, 2006

"Blogg"bólan er sprungin.
Það er svo úti að "blogga" núna og auðvitað fylgir maður straumnum.