Wednesday, April 19, 2006

Það er ekki til neitt rangt svar, bara heimskulegar spurningar.

Sunday, April 09, 2006

Norska vegakerfið.

Maður mundi ætla að Norðmenn gætu notað eitthvað af olíupeningunum sínum eða vegatollapeningunum (bomskatt) til að setja upp skilti við vegina sína. Merkilegt að keyra nokkra tugi kílómetra og vita ekki hversu hratt maður má aka, númer hvað vegurinn er eða hvert hann liggur. Enginn skortur er hinsvegar á hraðamyndavélum og skiltum sem á er skrifað: "Varúð! Bráðum kemur þú að hraðamyndavél"
Þá er gott og vænlegt til árangurs að elta einhvern bíl sem virðist vita hvert hann er að fara.