Thursday, March 30, 2006

Post mortem, ef einhver skyldi hafa áhuga.

Ég er búinn að fá senda frá krufningarkarli dánarorsök mannsins sem sælla minninga dó á sjálfan afmælisdaginn sinn hérna um daginn og ég, eins og þið sjálfsagt munið, gerði ódauðlegan á intersins neti.
Dánarorsök hans er skemmtilegt (eða ""skemmtilegt"" eins og þið sem hafið verið í morfís munduð segja) innlegg í stöðugar umræður um ofnotkun sýklalyfja. Hann dó vegna sýkingar í sári sem hann hafði á fætinum. Algjörlega ónauðsynlegt. Aldrei varð hann upp frá því, jafngóður í fótnum.

Saturday, March 25, 2006

Tungumál fólks og þjóða.

Gjarnan er mönnum sagt það til hróss að þeir tali fallegt mál og stór kostur talinn vera að hafa ríkt tungumál. Þá gildir það að kunna að segja sama hlut með mismunandi, frábrugðnum og ólíkum orðum. Getur þetta líka átt við um þjóðir?
Enska tungan er sögð það tungumál sem hefur ríkasta orðaforðan (flest skráð orð) en því fer fjarri að nokkur maður með viti hálfu haldi því fram (í alvöru) að Bandaríkjamenn séu öðrum fremi hvað varðar gáfur. Sjálfsagt eru samt þessir 120.000 Súrínamar sem tala Taki-Taki hálfgerðir vitleysingjar (ef það orð er þá til í þeirra tungumáli sem ku víst einungis innihalda 340 orð).
Engu að síður má læra margt um þjóðarsálina út frá þeim orðum sem til eru í þjóðartungunni og það er sérlega hjálpsamt þegar orðið er ekki til (eða ekki notað) í öðrum tungumálum.
Sænskan inniheldur mörg svona orð og það sem mér þykir einna vænst um í dag er orðið “gråtrunka”. Skilgreiningar vil ég helst forðast enda er þetta frekar einstaklingsbundið en þegar maður kveikir á kerti, stillir fram mynd af gömlu kærustunni (sem dumpaði manni) og setur “lagið okkar” í geislaspilarann áður en maður hefst handa, þá er maður að grátrunka.

Friday, March 10, 2006

Hvað er ávöxtur og hvað er grænmeti?
Er eitthvað hægt að skilgreina muninn, það held ég ekki?
Bölvað rugl er þetta.

Wednesday, March 08, 2006

"Lífgað" upp á hversdagsleikann (Ömurleg afmælisgjöf). Ekki fyrir viðkvæma.

Stundum er maður fúll yfir því að vakna, nenna ekki í ræktina, fara í vinnuna, fara heim, sinna börnunum, hanga yfir póker og hundamatsauglýsingum í sjónvarpinu og fara svo að sofa. Maður vill eitthvað sem lífgar upp á hversdagsleikann.
Það fékk ég sko í dag. Ég var eins og svo oft áður í vinnunni þegar löggan hringdi. Fyrst varð ég hræddur og hélt að þetta væri ruslalöggan (sop-polisen) sem hefði komist að því að ég hefði óvart hent mjúku plasti í dallinn fyrir harða plastið (og öfugt) um daginn og nú ætti að sekta mig um 8000 SEK. Svo reyndist ekki vera. Löggan hafði fengið hringingu frá gaur sem átti hús úti í sveit af því að hann hafði fundið leigjandann liggjandi, bláan og hreyfingarlausan á gólfinu í húsinu.
Leigjandinn, sem átti afmæli í dag, hafði haft samband við félaga sinn í gær og svo þegar félaginn hafði reynt að hringja í allan dag í afmælisbarnið og alltaf á tali hafði hann samband við leigusalann.
Þá fékk ég að ferðast með leigubíl út í sveit (á vinnutíma). Nýfallinn snjór yfir öllu, sænsk Kattholts-lík hús báðum megin vegar og gamlar kerlingar á sparksleðum á veginum. Sól og blíða.
Karlinn lá svo blár og stirður á gólfinu með símann í fanginu. Löggan var að hella vatni í skál til að gefa köttunum hans 18 að drekka og var nýbúin að hella kattamat í dallinn. Saurugar bleyjur karlslins lágu um allt á gólfi svefnherbergisins líkt og trufflusveppir og karlinn var svo sannarlega ekki lengur þessa heims (og ekki nokkurs annars ef út í það er farið). Hafði án efa reynt að skreiðast í símann í nótt þegar hann fékk hjartaáfallið sitt en ekki getað hringt neitt og kúkað á sig í leiðinni. Fæddur 8. mars 1950 og dáinn 8. mars 2006. Blessuð sé minning hans.
Leigusalinn ætlar svo að sjá um að skjóta kettina á morgun (hann er sko jägare líka sko).
Það sem mér fannst sorglegast við þetta allt saman var þegar ég var, haukfránn sem ég er, að skoða "verksummerki" til að athuga hvort einhver teikn væru um "fúlan leik" og sá myndarammana sem voru á veggjunum. Þarna var svo sannarlega sérlundaður, kattelskur einstæðingur sem lá blár og stirður á gólfinu útataður eigin saur, þvagi og ælu. Myndarammarnir á veggjunum innihéldu nefnilega myndirnar sem í þeim eru þegar maður kaupir rammana. Þarna voru þau öll, brosandi ameríska amman, börn að borða ís og skyldusvertinginn (til að gæta alls réttlætis).

Thursday, March 02, 2006

"Vi älskar hundar. Vi gillar hundläkar och hundluckor och vi gör allt för att göra dem lika lyckliga som de gör oss."

Þessi della vellur úr sjónvarpinu mínu á milli auglýsinga um póker og trisslott (skafmiða). Allir svíar eiga hund og horfa á hinn frábæra þátt "Hundpsykologen". Opinber jólagjöf ársins 2005 var pókersett. Það eru a.m.k. 5 mismunandi pókerþættir í sjónvarpinu ("Fræga fólkið spilar póker", "Amatörar spila póker", "Bein útsending frá póker", "Hann varð milli á því að spila póker" og eitthvað annað sem ég man ekki eftir).

Svo kom það! Eftir 6 mánaða búsetu hérna mundi ég allt í einu eftir málverki sem gjörsamlega fangar sænsku þjóðarsálina í hina margnefndu hnotskurn. Mikið varð ég glaður þá.

Áhugasamir geta t.d. skoðað málverkið hérna.














"Aah! They're dogs...and they're playing poker!"

Wednesday, March 01, 2006

Innihaldslaust "blogg"rusl.

Fuglaflensa, gaggalagú og páskarnir og hahaha.
Baugsmálið og málaferli og ömurlegt.
Múhameð og öfgatrú og aumingjar.
Verðbréf, Nikkei og NASDAQ og rassgat.
Vei álver meiriháttar. Nú er okkur borgið norðanmönnum.
"Raunveruleika"þættir og "the war on terrorism"
Hemmi Gunn, Rúnni Júll og Jón frá Felli.

Þá er það frá, sjúkk.