Monday, November 13, 2006

Vill einhver vera svo vænn, ó nei... ég meina "væn eða vænn", að segja mér hvað í ósköpunum þetta kemur jafnrétti við.
Ég óska sænsku þjóðarsálinni niðurgangs!

Svo mikil höfuðáhersla er lögð á það að öllum sé gert til geðs og að ekki styggja neinn að öll heilbrigð skynsemi er á bak og burt.
Í skólum hér er bannað að bera höfuðbúnað (húfur) í tímum. Gott og blessað, það sýnir svo mikla lítilsvirðingu gagnvart kennaranum (eða eitthvað...?). Aftur á móti mega múslimskar stúlkur hafa búrkur á hausnum sínum daginn út og inn. Ég spurði á foreldrafundi um daginn hvort Hörður Breki fengi að hafa skyggnishúfu í skólatímum ef ég mundi segja að það væri nauðsynlegur hluti af íslenskri ríkistrú. Svarið varð hikandi "...já...eða..."
Það er sem betur fer engin (amk engin sem ég hef séð) umræða um það núna að leggja niður "fars dag" og "mors dag" eins og var í fyrra. "Það eru svo margir sem eiga engan pabba eða enga mömmu og þeim líður svo illa þegar er svona dagur" voru rökin. Núna keppist hinsvegar hver skólinn á fætur öðrum hérna í Biblíubeltinu við að leggja niður alla hefðbundna aðventudagskrá vegna þess að ekki má mismuna neinum og ekki viljum við að innflytjendunum líði illa. Ekki það að nokkur innflytjandi hafi kvartað undan þessu.

OK Elton John vill banna öll skipulögð trúarbrögð. Sjálfur tilheyri ég engum slíkum félagasamtökum en finnst fyndið þegar menn eru fanatískir í skoðunum sínum gegn fanatisma. Oxymoron er eitthvað orð sem er til, ekki veit ég nú hvað það þýðir. Eða eitthvað.

blablabla, tuðtuðtuð, bitchbitchbitch...

Wednesday, November 08, 2006


61 árs gamall maður sem fékk svona skyndilega á sköflungana. Tillögur að greiningu velkomnar.

Alveg er þetta magnað ljóð hjá líffræðing(i)num.

Friday, November 03, 2006

Svíar eru svo spontan og flippaðir.

Vegna þess hversu vel hefur gengið hjá "grínistum" í Eurovision (Schlager EM) undanfarin ár hafa svíar ákveðið að það sé sniðugt að grína. Þessvegna er kerfisbundið leitað að grínsöngvurum til að keppa í undankeppninni hérna. Hver er svo efstur á óskalistanum? Það væri ekkert minna en magnað að fá að sjá þennan stórkostlega listamann aftur á sviði. Húrra, vonandi gengur þetta eftir!

Skil ekki af hverju hið frábæra lag "10 litlir nöddustrákar" náði ekki vinsældum á Íslandi.