Monday, February 27, 2006

Being John Malkovich


Mér er farið að líða eins og allir sem ég mæti úti á götu hér séu Sverrir Kiernan. Nýbúnir að flokka ruslið sitt á leiðinni að sækja hundinn sinn fyrir hundpromenad. Þetta vekur hjá mér ótta við að ég muni verða "samlagaður" (og þá meina ég ekki sænskt samlag) heldur svona Star-Trek dæmi. Sænska samfélagið sem hyllir og mærir meðalmennskuna í hásterrt hefur nefnilega sömu einkennisorð og "Borg" í Star Trek: "Vi är Sverige! Motstånd är ändamålslöst. Ni kommer att bli assimilerade!"

Reyndar er alltaf frekar þreytandi að lesa nöldur um hvað einhverjum gaur finnst allt vera vitlaust í landinu eða bænum þar sem hann býr: "Fyrst allt er svona ömó drullastu þá til að flytja...eða ekki". Ég er nú samt að hugsa um að halda því áfram því auga gests er glöggt eins og menn vita og kannski get ég þá kannski lesið þetta aftur eftir að Svíþjóð er búin að samlaga mig og hafa samlag með mér.

Friday, February 24, 2006

Kevin Rollins (einn aðal kallinn hjá DELL) tottar rass !

Verð bara að deila þessu með ykkur. Í viðtali við c/net fékk Kevin Rollins spurninguna

"Will China surpass the United States as the dominant technology nation?"

og hann svaraði


"In the market it probably could; there's so many people there. Obviously I'm an American, so I'm going to feel pretty strongly about the U.S. being able to keep its competitive edge. But there are a vast number of people who are very educated, very talented who will compete aggressively. Now, for Dell that doesn't have much of an impact because we're going to compete everywhere, but that's more of a country-to-country competition."

ÚÚÚÚ á hann og úúúú á alla sem eiga DELL tölvu (Andri).
Ég á heima í Svíþjóð!
Í dag tók ég strætó í vinnuna, það er hollast fyrir umhverfið. Í vinnunni var ákaflega "roligt och trevligt". Reyndar hafði ég í gríni sett miða sem á stóð "Skjalasafn" (þ.e.a.s. ARKIV) á stóra ruslatunnu. Enginnn skildi neitt í þessu og á endanum sagði ég einum gömlum ritara að þetta væri svona "grín" og þá fattaði hún þetta en hinir ekki. Svo var vinnan búin. Þá var haldið heim og svo ekið út fyrir bæinn til að versla í ódýrustu búðinni. Við keyptum Ekologiska mjólk, 8 mismunandi tegundir af pylsum (sem eru jólamatur í Svíþjóð), grænmeti, hrökkbrauð, kjötbollur (líka jólamatur) og gos, sem betur fer var enginn sem ég þekkti í búðinni því það er ákaflega otrevligt að kaupa sér gos. Svíar drekka ekki gos. Gos drepur lítil börn, slík er illska gossins. Svíarnir sem ég þekki eru líka alveg vissir um að gos hljóti að heita brus á íslensku eins og á norsku (hérna heitir það läsk, en läskigt þýðir hræðilegt, sem segir mikið um álit Svía á gosi). Þegar við vorum búin að tína í körfuna (borguðum 10 Kr fyrir körfuna) og við vorum búin að fara á klósettið (kostaði 5 Kr) fórum við í röðina. Þrír kassar af 15 voru opnir og 125m löng röð við hvern þeirra. Að sjálfsögðu völdum við röðina sem fór hægast. Þegar röðin kom að okkur gerðum við að sjálfsögðu eins og allir hinir sem á undan okkur voru. Þegar maður verslar í Svíþjóð er ákaflega mikilvægt að hreyfa sig hægt og taka rólega upp úr körfunni hvern hlut fyrir sig, aðeins einn hlut í einu, og passa sig á því að taka í röð það sem er eins eða svipað. Síðan kemur að aðal atriðinu, maður þarf að snúa strikamerkinu að lesaranum þannig að þetta gangi nú allt sem hraðast fyrir hina ákaflega vandvirku (og seinvirku) búðarkonu. Svo velur maður sér poka úr endurunnum pappír, skilar körfunni aftur á þartilgerðan stað (fær aftur 10Kr) og heldur heim. Við biðum, í fullri alvöru, 48 mínútur í röð ! Eftir þetta var maður orðinn frekar pirraður og langar til að girða niðrum sig á almannafæri. Það er hinsvegar, eins og svo margt annað litið hornauga hér í Svíþjóð, en eitthvað varð maður að gera. "Förum í sund". OK, það er góð hugmynd. Við fórum í sund. Risastór innisundlaug með 11 mismunandi rennibrautum og allskonar flottu, öldusundlaug og klifurvegg og konum sem labba um í karlaklefanum. Já!. Ég hef farið þangað nokkrum sinnum og í öll skiptin hafa verið konur sem hafa verið að skúra, skipta um klósettpappír eða hjálpa einhverjum sem er búinn að tína lyklinum að skápnum sínum. Það er skilti við inngang sundlaugarinnar þar sem stendur: "Athugið! hér vinna bæði kynin" en ég hef aldrei séð neinn karl vinna í karlaklefanum. Ég hef einu sinni séð karl vinna við að blása í flautu og benda hótandi á einhverja unglinga sem voru eitthvað að grína. "No having fun in the pool lads!". Þannig var niðrumsiggirðingaþörfinni fullnægt og hægt var að halda heim, borða lútfisk og fara að sofa kl 22.00.

Thursday, February 23, 2006

Minn bara nettur á ""blogginu" og svona. Rétt að stofna svona "blogg" í dag af því að á þessum sama degi, bara á öðru ári, reisti amríski herinn svo réttsýnn og rogginn fána á Brennisteinseyju . Ef þetta hefði ekki gerst hefði patriot kafli flestra amerískra kvikmynda orðið örlítið styttri þar sem Hollywoodmafían hefði þurft að láta sér nægja að sýna Abe í stólnum, hvíta húsið, Washingtonreðurinn og Harrison Ford. Engin kvikmynd væri þessvegna þess virði að sjá í dag.
Í dag var ég vinnunni minni. Ég vinn sko á Varberga vårdcentral í Örebro sem er miðja Svíþjóðar á sama hátt og rassinn á kalífanum í Bagdad er miðja alheimsins. Í Varberga (sem er sko hverfi í Örebro) býr alveg hellingur af innflytjendum sem eru frá Tyrklandi, Írak, Líbanon, Íran, Bosníu, Finnlandi og fleiri slíkum loserlöndum eins og Homer komst svo skemmtilega að orði í þættinum "The boy who knew too much". Það er bannað að tala illa um innflytjendur í Svíþjóð en vissulega eru mörg vandamál sprottin af griðarlegum fjölda slíkra, ofuráherslu á réttindi en engri á skyldur hérna í landinu aflanga. Það er t.d. alveg hætt að koma mér á óvart þegar ég fæ til mín sjúklinga sem koma með sínar kvartanir og vilja fá lækningu (helst eitthvað smyrsli) en vilja svo ekki láta skoða sig. Fékk t.d. í dag mann sem var með ´"pruritus ani", þ.e.a.s. hann var með kláða í rassgatinu, en vildi ekki láta skoða sig. Ekki það að mig hafi sérstaklega langað til þess að skoða á honum rassgatið en án þess var í raun það eina sem ég gat gert var að segja honum að klóra sér í rassgatinu.