Saturday, March 31, 2007

FOKKUM BIRNI, EKKI HÓRUM !

"Breytingarnar, sem gerðar eru á 206. gr. almennra hegningalaga felast í því, að það að stunda vændi sér til framfærslu er gert refsilaust."

"Að láta eins og niðurfelling þessarar refsingar hvetji til þess, að hér verið opnuð vændishverfi er að sjálfsögðu fráleitt, fyrir utan þá staðreynd, að árvökul borgar- og bæjaryfirvöld hafa að sjálfsögðu í skipulagsvaldi sínu að ákveða, hvaða starfsemi er stunduð á þeirra skipulagssvæðum - ef þau sofna á verðinu er unnt að grípa til örþrifaráða eins og á móti spilasalnum í Mjóddinni."

"Miklar umræður spunnust meðal nefndarmanna um það hvort rétt væri að áskilja það að kaup á vændi væru refsinæm eins og lagt hefur verið til í þingmálum sem áður hafa komið til meðferðar nefndarinnar, svokölluð „sænsk leið". "

"Þingmönnum var frá upphafi ljós andstaða mín við sænsku leiðina. Sú leið hefur þó þá ótvíræðu annmarka að hún færir vændið af götunum niður í undirheimana og að einhverju leyti yfir á veraldarvefinn og gerir það þannig ósýnilegra. "

"vændi er félagslegt vandamál og efast verður um að það verði leyst með refsingum."


Maðurinn er hálfviti og má gjarnan fá niðurgang mín vegna.

Wednesday, March 14, 2007

Til hamingju með daginn!

Vil bara minna á pí-daginn sem er einmitt í dag, skemmtileg tilviljun.

Friday, March 02, 2007

Gaman að þessu.

Skemmtilegt hvernig heilinn í manni virkar (stundum) þó svo fattarinn sé tregari með aldrinum þá er alltaf eitthvað í gangi einhvernvegin. Fyrir 10 dögum síðan var ég við annan mann, hámenntaðan guðfræðing og bráðum doktor, á INTERNETINU !! og við rákumst á tilvitnun i Gandhi: "First they igonre you. Then they laugh at you. Then they fight you. Then you win" eða eitthvað svoleiðis. Í dag varð mér svo hugsað til þessa á ný (man ekki hversvegna) en uppgötvaði þá að ég fór að syngja þetta. Hugsaði smá stund lengur og viti menn. Einn fremsti hugsuður okkar tíma hefur gert þessi fínu orð að sínum.
Eins og homminn sagði: "Er 'ett'ekki merkilegt".
Þeir sem vinna með sjúklingum með heilaglöp hérna í landi reglufetismans kalla þetta: "episod av klarhet".
Ekki veit ég, eins og annar samtímahugsuður sagði: "But the point is... ...I forgot".


(þeir/þær sem vilja og þykjast þekkja tilvitnunina mega líta á þetta sem getraun ef þeir/þær nenna)