Wednesday, August 16, 2006

Rassanuddslæknir!

Ja hérna, ekki er öll vitleysan eins. Bill Gates og Einstein?

Og til að bæta gráu ofan á svart var frétt í blaðinu í síðustu viku um nuddara sem fékk viðvörun fyrir að hafa brotið á/móðgað (Sæ: "kränkt") 7 konur með því að "nudda á þeim kynfæri, endagörn og brjóst".

Monday, August 14, 2006

Kosningar í nánd.

Þó svo hér hafi verið stöðnuð kommúnistapólitík í nokkrar kynslóðir virðist nú sem hlutirnir séu farnir að gerast. Búið er að stofna nýjan flokk hérna í Svíþjóð og ég er ekki að meina flokkinn sem gaurarnir sem halda úti http://thepiratebay.org settu af stað, Sjóræningjaflokkurinn. Ekki aldeilis (reyndar eru nokkrir afhopparar frá Sjóræningjaflokknum með í þessum nýja flokki). Sjálfur hafði ég búist við því að sem mótvægi við Sjóræningjaflokkinn yrði stofnaður Ninjaflokkurinn, öll þekkjum við hina aldagömlu baráttu á milli þessa andstæðu póla karlmennskunnar (ef einhver kemur af fjöllum er hægt að læra um þetta m.a. hér, hér og hér.)
Nýjasti stjórnmálaflokkur Svíþjóðar er hinsvegar mun kvenlegri en þetta. Unika partiet (Einstakiflokkurinn) heitir þetta fyrirbæri og er stofnað af engri annarri en Lindu Rosing. Linda þessi er fræg fyrir margt en þó mest að vera með stór brjóst og stórar varir og hafa riðið fyrir framan myndavélarnar í “raunveruleika”þættinum BigBrother hérna í Svíþjóð.
Mér sýnist sem fólk viti ekki alveg hvernig það á að taka þessu hérna, nema þessi. Sjálfur er ég á báðum áttum.




Hér er Linda í góðum jólafílingi.

Wednesday, August 09, 2006

Matur handa Halim Al

Skemmtilegt innlegg í umræðuna um hreinan mat er að finna hér. Hvað annars er "kufar"? Er það eitthvað svona sænskt orð sem hægt er að nota í staðinn fyrir "nörd"? Hvaðan er það komið? Hér vantar orðsifjafræðing. (Þess skal getið að hér stóð áður orðsyfjafræðing. Þökk sé Magnúsi Teitssyni fyrir prófarkarlestur.)

Tuesday, August 08, 2006

Arbeit macht frei.

Sumarfríð búið og líklega kominn tími til að reyna að "blogga" á ný. Bara að maður hefði frá einhverju að segja.
Allir helstu vandræðasjúllarnir stóðu í einfaldri röð og biðu eftir mér þegar ég mætti í vinnuna í gær og að auki nokkrir sem voru grátandi út af ættingjum sínum og vinum í Líbanon. Annars er skemmtilegur fréttaflutningur Sænskra fjölmiðla af árásinni á Líbó, mest (eingöngu) fjallað um hversu margir Svíar eða "sænskir Líbanir" (ég hef ekki enn áttað mig á hvar mörkin á milli þessara hópa eru dregin en ég held að það hafi eitthvað með húðlit að gera) eru enn fastir í Líbanon.

Hér er hægt að panta sér bol.

Smekklegur smekkur til sölu hér.