Friday, May 25, 2007

"Atheism - the religion devoted to the worship of one's own smug sense of superiority." - Stephen Colbert

Thursday, May 24, 2007

PENINGAPLOKKARAR

Ég sótti um sk. Statoil kort um daginn og fékk sent heim stuttu síðar bréf þess efnis að Statoil hefði sóst eftir upplýsingum um mig frá Skattstofunni. Ekkert skrítið við það í sjálfu sér en það sem sló mig var að á þessu blaði sá ég að ég var skráður í Torns församling (kirkjusókn). Hmmm ... ekki man ég til ­þess að hafa skráð mig í sænsku þjóðkirkjuna. Greinilega ekki bara á Íslandi þar sem yfirvaldið nauðgar manni inn í einhver félagasamtök. Enn meira brá mér þegar ég áttaði mig á því a­ð þetta er búið að kosta mig ca 7000 sænskar krónur í skatt, reyndar huggun að vita að þeim peningum er vel varið.

Sendi í dag bréf til Torn församling og segi mig úr kirkjunni.

Thursday, May 10, 2007

Flutningur í gangi. Bílferð dauðans í fyrradag þar sem börnin grenjuðu til skiptis á víxl og samtímis. Hörður Breki fór í skólann í dag og ég með, höfðum ætlað Brynju að fara með á morgun en það gekk svo vel að hann kom til mín og sagðist alveg getað farið einn í skólann á morgun, mikið létti manni við það.
Já það er gaman að þessu.

Saturday, May 05, 2007

Ég hef aldrei fundið verri lykt en af surströmming. Hann er pínu súr á bragðið og bragðast alls ekkert ömurlega... en lyktin! Svo sannarlega ekkert til að borða innanhúss, úldið úldið úldið og viðbjóðslegt. Stakk nefinu á kaf í hákarlsdolluna til að reyna að deyfa lyktina. Fairly warned be thee, says I.

Wednesday, May 02, 2007

GETRAUN

Hver er/var maðurinn?

Hann fæddist 25. desember.
Hann var eingetinn.
Hann ferðaðist um ásamt 12 lærissveinum.
Stundum gerði hann kraftaverk.
Hann var m.a. kallaður "góði hirðirinn" og "vegurinn, sannleikurinn og ljósið".
Hann mælti með því að fólk skyldi drekka blóð hans og éta hold hans.
Hann var tekinn af lífi eftir sína síðustu kvöldmáltíð.
Hann var grafinn en reis á 3. degi aftur upp frá dauðum (þetta gerðist um miðjan apríl).
Nokkru eftir fráfall hans var honum reist hof þar sem nú heitir Vatíkanið.

Einhver sem veit?
Nokkuð erfið þessi.







Ef ekki þá koma loka vísbendingirnar.

Hann fæddist í Persíu fyrir ca 4000 árum og nafn hans byrjar á M.