Hef ég skilið þetta rétt?
Ég er að velta fyrir mér nöfnum daganna. Hef gert það lengi, hálfpartinn þráhyggja hjá mér en vankunnátta í tungumálum gerði mér svolítið erfitt fyrir. Byrjaði svo að læra spænsku (búinn með einn tíma í byrjendabekk) og þá fór þetta að skýrast, held ég. Ekki það að ég hafi beinlínis komist að einhverju sem ég vissi ekki en púslbitarnir fóru að passa saman.
Spænsku dagarnir eru (byrjað á sunnudegi) domingo, lunes, martes, miércoles, jueves, viernes og sábado.
Grikkir til forna nefndu dagana eftir plánetunum (lesist: himintunglunum). Jörðin var að sjálfsögðu miðja alheimsins og um hana snerust 7 himintungl og að auki himinhvolfið með áföstum stjörnum. Dagarnir hétu því Solis dies (sólin:sunnudagur), Lunae dies (tunglið:mánudagur), Martis dies (Mars), Mercurii dies (Merkúr), Jovis dies (Júpíter), Veneris dies (Venus) og Saturni dies (Satúrnus).
Himintunglin voru skírð eftir guðunum sem þannig eru réttmætir eigendur daganna.
Hversvegna röðin varð þessi veit ég ekki en samkvæmt jarðmiðjukenningunni voru himintunglin í þessari röð talið frá jörðu: Máni – Merkúr – Venus – Sól – Mars – Júpíter – Satúrnus. Ef við byrjum á sólinni (miðhimintunglið) og teljum svo 3 himintungl í átt að jörðu og svo þaðan áfram í öfugri röð 3 osfrv. Þá verður röðin svona: Sól – Máni – Mars – Merkúr – Júpíter – Venus – Satúrnus. Tilviljun?
Norrænir menn tóku svo þessi nöfn upp á sína arma og staðfærðu að sínum guðum sem þegar höfðu margir hverjir beina skírskotun till grísku/rómversku guðanna.
Mars, stríðsguðinn, er Týr: Týsdagur.
Merkúr, guð verslunar og gróða: Óðinsdagur ?
Júpíter, eldingaguðinn með meiru: Þórsdagur.
Venus, frjósemisgyðjan: Freysdagur/Freyjudagur.
Þó svo Merkúr sé fyrst og fremst guð verðbréfamiðlara þá á hann sér samsvörun í Germaska guðinum Wotan, sem svo reis í tign og varð æðstur guða og Norrænir menn skýrðu Óðinn, þar skýrist það.
Sunnudagur og mánudagur koma af sjálfu sér en svo kemur laugardagur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Enga haldbæra skýringu hef ég á því nafni. Satúrnus á sér enga samsvörun í germanskri eða norrænni goðafræði (sami hlutur). Laugaði Kristur fætur lærisveinanna á laugardegi (Sabbath), ekki veit ég? Kannski þurfti að setja niður sérstakan lýðheilsudagdag. Satúrnus fékk samt að halda sínum degi í enskunni, Saturday. Enskan er þannig eina “hreina“ tungumálið (sem ég veit um a.m.k.) þ.e.a.s. eina evrópska tungumálið sem ekki hefur látið kristnina menga nöfn daganna og þannig stolið þeim frá sínum réttmætu eigendum.
Já akkúrat, svo kom helvítis kristnin og reyndi að breyta nöfnum daganna og það tókst með örfáum undantekningum. Dagarnir áttu nú að heita drottinsdagur, annar dagur, þriðji dagur, miðvikudagur, fimmti dagur, föstudagur og laugardagur (fékk að halda sínu).
Á Spáni fékk sólin ekki að halda sínum degi og hennar dagur heitir nú domingo (dominius=drottinn) og Satúrnus missti sinn dag líka og hanns réttmæti dagur heitir nú sábato (heilagur hvíldardagur gyðinga).
Ég vinn með konu sem er pólsk, í pólsku (og reyndar flestum ef ekki öllum slavneskum tungumálum) finnst mér dagarnir fyndnir (byrjað á sunnudegi, þó svo Pólverjar sjálfir byrji að telja á mánudegi): niedziela (ekki-vinnudagur), poniedziałek (dagurinn eftir ekki-vinnudag), wtorek (annar), środa (þriðji), czwartek (fjórði), piątek (fimmti), sobota (heilagur hvíldardagur gyðinga).
Jahérna hér, þakklátur yrði ég ef einhver getur með rökum hrakið þessa vitleysisromsu.
Post script: Hollenska er líka hreint tungumál hef ég séð núna þökk sé “INTERNETINU!”: zondag, maandag, dinsdag, woensdag, donderdag, vrijdag og zaterdag.
Ég er að velta fyrir mér nöfnum daganna. Hef gert það lengi, hálfpartinn þráhyggja hjá mér en vankunnátta í tungumálum gerði mér svolítið erfitt fyrir. Byrjaði svo að læra spænsku (búinn með einn tíma í byrjendabekk) og þá fór þetta að skýrast, held ég. Ekki það að ég hafi beinlínis komist að einhverju sem ég vissi ekki en púslbitarnir fóru að passa saman.
Spænsku dagarnir eru (byrjað á sunnudegi) domingo, lunes, martes, miércoles, jueves, viernes og sábado.
Grikkir til forna nefndu dagana eftir plánetunum (lesist: himintunglunum). Jörðin var að sjálfsögðu miðja alheimsins og um hana snerust 7 himintungl og að auki himinhvolfið með áföstum stjörnum. Dagarnir hétu því Solis dies (sólin:sunnudagur), Lunae dies (tunglið:mánudagur), Martis dies (Mars), Mercurii dies (Merkúr), Jovis dies (Júpíter), Veneris dies (Venus) og Saturni dies (Satúrnus).
Himintunglin voru skírð eftir guðunum sem þannig eru réttmætir eigendur daganna.
Hversvegna röðin varð þessi veit ég ekki en samkvæmt jarðmiðjukenningunni voru himintunglin í þessari röð talið frá jörðu: Máni – Merkúr – Venus – Sól – Mars – Júpíter – Satúrnus. Ef við byrjum á sólinni (miðhimintunglið) og teljum svo 3 himintungl í átt að jörðu og svo þaðan áfram í öfugri röð 3 osfrv. Þá verður röðin svona: Sól – Máni – Mars – Merkúr – Júpíter – Venus – Satúrnus. Tilviljun?
Norrænir menn tóku svo þessi nöfn upp á sína arma og staðfærðu að sínum guðum sem þegar höfðu margir hverjir beina skírskotun till grísku/rómversku guðanna.
Mars, stríðsguðinn, er Týr: Týsdagur.
Merkúr, guð verslunar og gróða: Óðinsdagur ?
Júpíter, eldingaguðinn með meiru: Þórsdagur.
Venus, frjósemisgyðjan: Freysdagur/Freyjudagur.
Þó svo Merkúr sé fyrst og fremst guð verðbréfamiðlara þá á hann sér samsvörun í Germaska guðinum Wotan, sem svo reis í tign og varð æðstur guða og Norrænir menn skýrðu Óðinn, þar skýrist það.
Sunnudagur og mánudagur koma af sjálfu sér en svo kemur laugardagur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Enga haldbæra skýringu hef ég á því nafni. Satúrnus á sér enga samsvörun í germanskri eða norrænni goðafræði (sami hlutur). Laugaði Kristur fætur lærisveinanna á laugardegi (Sabbath), ekki veit ég? Kannski þurfti að setja niður sérstakan lýðheilsudagdag. Satúrnus fékk samt að halda sínum degi í enskunni, Saturday. Enskan er þannig eina “hreina“ tungumálið (sem ég veit um a.m.k.) þ.e.a.s. eina evrópska tungumálið sem ekki hefur látið kristnina menga nöfn daganna og þannig stolið þeim frá sínum réttmætu eigendum.
Já akkúrat, svo kom helvítis kristnin og reyndi að breyta nöfnum daganna og það tókst með örfáum undantekningum. Dagarnir áttu nú að heita drottinsdagur, annar dagur, þriðji dagur, miðvikudagur, fimmti dagur, föstudagur og laugardagur (fékk að halda sínu).
Á Spáni fékk sólin ekki að halda sínum degi og hennar dagur heitir nú domingo (dominius=drottinn) og Satúrnus missti sinn dag líka og hanns réttmæti dagur heitir nú sábato (heilagur hvíldardagur gyðinga).
Ég vinn með konu sem er pólsk, í pólsku (og reyndar flestum ef ekki öllum slavneskum tungumálum) finnst mér dagarnir fyndnir (byrjað á sunnudegi, þó svo Pólverjar sjálfir byrji að telja á mánudegi): niedziela (ekki-vinnudagur), poniedziałek (dagurinn eftir ekki-vinnudag), wtorek (annar), środa (þriðji), czwartek (fjórði), piątek (fimmti), sobota (heilagur hvíldardagur gyðinga).
Jahérna hér, þakklátur yrði ég ef einhver getur með rökum hrakið þessa vitleysisromsu.
Post script: Hollenska er líka hreint tungumál hef ég séð núna þökk sé “INTERNETINU!”: zondag, maandag, dinsdag, woensdag, donderdag, vrijdag og zaterdag.
